19Jul/140

Léleg nýtni í bruggun – ástæður og ráð

July 19th, 2014

Fólk hefur oft samband við mig vegna vandræða við lélega nýtni, þ.e.a.s. þegar fólk fær lægra OG en búist var við samkvæmt uppskrift. Það geta verið margar ástæður fyrir því, en förum yfir þær sem mér dettur í hug núna.

Korn ekki hrært vel

Þegar maður blandar korninu í vatnið er mjög mikilvægt að hræra vel og vandlega í því. Það er vegna þess að við það að hella korninu í vatnið myndast kögglar sem er nauðsynlegt að brjóta upp. Ef maður gerir það ekki þá er maður bara að meskja utan á kögglunum og kornið inn í þeim sleppur við meskinguna. Einnig er mikilvægt að hræra vandlega til þess að hitastigið í grautnum sé jafnt allsstaðar. Þessi skeið er snilld og beyglast ekki í hræri átökunum.

Hitastig í meskingu og dough in

Hitastig í meskingu stýrir því hvað hlutfall gerjanlegra sykra kemur úr meskingunni. Ef maður til dæmis byrjar of heitt í meskingunni, þá er hætt við því að maður slökkvi á mikið af ensímunum sem sjá um að breyta sterkjunni í sykrur. Það er því mikilvægt að hafa ekki of heitt í byrjun meskingar, heldur bara passlegt eða um 65-69 gráður eftir að maður er búinn að hræra. Algengast er að miða við um 66-67 gráður, en það fer algjörlega eftir uppskriftinni. Hærri hitastig gefa illgerjanlegri virt (hærra FG) á meðan lægri hitastig gefa gerjanlegri virt (lægra FG). Hér getur líka einangrun á meskiílátinu komið inn, því ef hitastigið lækkar um meira en 1-2 gráður í meskingunni þá getur það haft áhrif á nýtnina og vert að skoða að einangra ílátið betur.

Lengd meskingar

Oftast eru 60mín feykinægar fyrir meskinguna, en ef maður er í vandræðum með nýtnina þá getur verið gott að lengja hana í 90mín. Það á sérstaklega við um þegar maður er að meskja kalt, t.d. við 64-6 gráður. Þetta á einnig við um stærri bjóra, t.d. yfir OG 1.070.

Mashout

Mashout er þegar maður hitar meskinguna upp í 76 gráður. Samkvæmt minni reynslu þá er þetta skref critical til að ná fullri nýtingu. Einfaldasta leiðin til að ná mashouti er að geyma ca 5 lítra af vatni í byrjun meskingar, og bæta þeim sjóðandi heitum í meskifötuna í lok meskingar.

Mölun á korninu

Ef kornið er of gróft malað þá getur verið erfitt að ná fullri nýtni. Það á ekki að vera vandamál með korn malað hjá mér, ég brugga sjálfur með korni malað úr minni kvörn á 2-4 vikna fresti og fæ alltaf 70-75% nýtni.

Vatnsmagn

Ef maður er með of mikið af virt í lok meskingar eða suðu þá er hann augljóslega þynnri en uppskriftin gerir ráð fyrir. Þá er í lagi að sjóða t.d. aðeins lengur, en ekki sjóða humlana lengur en uppskriftin gerir ráð fyrir

Hátt gravity

Þegar maður er að brugga stóra bjóra (t.d. yfir 1.070 eða svo, þá er eðlilegt að nýtnin fari niður. Því þarf maður að gera ráð fyrir því í byrjun bruggunar með því að nota meira korn eða jafnvel bæta extracti við í suðunni. Því hærra OG, því meira korn þarf maður.

Skakkur sykurmælir

Sykurmælar eiga að að sýna 1.000 þegar maður stingur þeim í vatn sem er 20°C. Ef hann sýnir hærra eða lægra er hægt að gera ráð fyrir því þegar maður mælir virt. Ath að það er mikilvægt að sykurmælirinn sé alveg heill – Engar sprungur eða brot í honum.

Skakkur hitamælir

Hægt er að komast að því hvort hitamælir sé réttur með því að stinga honum í sjóðandi vatn. Í sjóðandi vatni á hann að sýna um 98°C (eftir því hve hátt yfir sjávarmáli maður er með). Svo til að prófa neðri mörkin er hægt að fylla vatnsglas með muldum ísmolum og fylla upp í með köldu vatni. Þá á mælirinn að sýna 0°C eða því sem næst.

Hitastig á virti þegar mælt er

Sykurmælar eru allir gerðir með ákveðið hitastig í huga – Venjulega 20°C. Ef vökvinn er heitari en mælirinn er gerður fyrir þá sýnir mælirinn minna en raunhitastig er. Það munar ekki mjög miklu, t.d. 4 punktur (0.004) ef maður mælir við 35°C. En það er ágætt að hafa það í huga. Hér er reiknivél sem getur reiknað þetta fyrir þig.

Eins og sjá má eru flest vandamál við nýtni komin frá meskingunni. Það er því mikilvægt að vanda sig sérstaklega með öll hitastig í meskingu og gefa sér góðan tíma í hana. Vonandi hjálpar þetta einhverjum. Endilega kommenta ef ykkur dettur eitthvað fleira í hug.

26Jun/140

Algeng spurning: Á ég að nota poka fyrir humlana?

June 26th, 2014

Stutta svarið: Ég nota þá aldrei.

Lengra svarið: Ég nota aldrei poka fyrir humlana, hvorki í suðu né í gerjun þegar ég þurrhumla vegna þess að þá er maður oft að takmarka snertingu humlanna við virtinn og bjórinn. Humlarnir er fljótir að sökkva þegar maður er búinn að slökkva á suðunni og því lítið mál að takmarka magnið af humlum sem fara í gerjunarfötuna. Og þó það færi eitthvað, eða allt í gerjunarfötuna, þá skiptir það engu máli því það sekkur einmitt líka niður þar og festist í gerkökunni.
Þegar maður þurrhumlar með humlakögglum þá eru þeir einnig frekar fljótir að sökkva á botninn í gerjunarfötunni og allir sokknir eftir þessa 5-7 daga sem maður þurrhumlar venjulega.

Eina undantekningin sem ég geri og nota poka fyrir humlana er þegar ég þurrhumla í kút. Annars væri ansi mikið af humlum í glasinu hjá manni.

Bottom line: Algjör óþarfi, en alveg leyfilegt ef maður hugsar til þess að pokinn sem humlarnir fari í sé nógu stór. Ef pokinn er lítill þá fær maður minni beiskju og bragð úr humlunum en maður gerði ráð fyrir og getur sett uppskriftina í ójafnvægi.

22Apr/140

Pliny the Elder 2.0

April 22nd, 2014

Pliny 2.0

Pliny the Elder sem ég bruggaði fyrir um 2 árum er einn af bestu bjórum sem ég hef bruggað, amk í minningunni. Þegar 2013 uppskera af amerískum humlum datt í hús hjá mér þá fannst mér gráupplagt að láta reyna á pliny aftur, í þetta skipti með uppskrift frá bertus brewery.

Fyrir forvitna þá er Pliny the Elder með allra bestu Double/Imperial IPA í heimi, skv bæði ratebeer og beeradvocate. Mig hefur lengi langað til að smakka hann, en það er ekki alveg gengið að því að nálgast flösku af bjórnum, sérstaklega hér á klakanum þannig að klónin verða bara að duga mér þangað til að ég fer í heimsókn til Russian River brugghússins í Kaliforníu sem bruggar Pliny.

Ég notaði gamalt humla extract sem ég átti í staðinn fyrir warrior humlana til þess að minnka humladrulluna aðeins. Hún er alveg næg fyrir því það fer jú slatti af humlum í þennan bjór.

Ég þurrhumlaði í rúma viku í gerjunarfötu, fleytti svo af henni á kút þar sem ég setti seinni þurrhumlunar skammtinn. Ég smakkaði bjórinn flatan eftir tæpa viku í kút og þá var hann næstum alveg flatur og mjög skýjaður vegna humlanna. Hop haze fer svo til baka eftir 1-2 vikur og þá ætti bjórinn að vera orðinn kolsýrður og nokkuð tær. Þrátt fyrir þetta þá er hann frábær í nefi og lofar mjög góðu. Ég get klárlega mælt með þessari uppskrift.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 63,60 l
Post Boil Volume: 53,37 l
Batch Size (fermenter): 45,00 l  
Bottling Volume: 42,20 l
Estimated OG: 1,072 SG
Estimated Color: 7,2 SRM
Estimated IBU: 96,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 80,7 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
12,70 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    89,6 %    
0,51 kg        CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      Grain     2    3,6 %     
0,28 kg        Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)   Grain     3    2,0 %     
0,68 kg        Corn Sugar (Dextrose) (0,0 SRM)     Sugar     4    4,8 %     
80,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 90,0 min    Hop      5    58,8 IBUs   
20,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 45,0 min    Hop      6    12,6 IBUs   
56,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 30,0 min     Hop      7    25,5 IBUs   
2,00 Items      Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)    Fining    8    -       
155,9 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 0,0 min     Hop      9    0,0 IBUs   
56,0 g        Centennial [10,30 %] - Boil 0,0 min   Hop      10    0,0 IBUs   
70,9 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      11    0,0 IBUs   
42,5 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 13,0 Days Hop      12    0,0 IBUs   
42,5 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 13,0 Days   Hop      13    0,0 IBUs   
28,0 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      14    0,0 IBUs   
28,0 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 6,0 Days   Hop      15    0,0 IBUs   
14,0 g        Amarillo Gold [8,50 %] - Dry Hop 6,0 Day Hop      16    0,0 IBUs   
14,0 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 6,0 Days Hop      17    0,0 IBUs

Bragð

Ég er mjög ánægður með þennan, núna er liðinn rúmur mánuður síðan ég bruggaði hann, humlarnir farnir að jafnast út og bjórinn orðinn tær. Það er hugsanlegt að ég myndi vilja breyta humlunum eitthvað smávegis, t.d. setja eitthvað í kringum 5-10mín. Ég veit ekki hvort hann líkist Pliny því ég hef aldrei smakkað originalinn, en góður er hann allavega. Mjög “drinkable” þrátt fyrir frekar hátt áfengishlutfall, sem maður finnur fyrir eftir eitt stórt glas. Bjórinn er örlítið sætur með miklu humla bragði og lykt augljóslega. Mikill karakter frá Amarillo og Simcoe en það fer eitthvað minna fyrir Columbus og Centennial. Heilt yfir mjög vel heppnaður og ég mun klárlega gera einhverja útgáfu af honum aftur, kannski í haust. Nú er farið að vora (örlítið) og þá fer maður óhjákvæmilega að hugsa til léttari bjóra. Fljótlega mun ég t.d. pósta um Saison sem ég bruggaði nýverið og er að klára gerjun.

8Apr/140

HoldRIS – Russian Imperial Stout

April 8th, 2014

Það hefur staðið til í svolítinn tíma að brugga Russian Imperial Stout. Ég á dýrindis madgaskar bourbon vanillubaunir sem ég er sannfærður um að geri góða hluti í stout. Ég stökk því til eitt kvöldið og sló nokkrar flugur af brugg bucket listanum í einu höggi:

 • Brugga RIS yfir 1.100
 • Nota vanillubaunirnar fínu
 • Gera lítið batch á hellunum í eldhúsinu

Þetta er semsagt 10 lítra batch sem ég bruggaði í 16 lítra potti á helluborðinu í eldhúsinu. Það hefur staðið til í svolítinn tíma að gera minni lagnir fyrir prufur og bjór sem ég nenni kannski ekki að gera 20+ lítra af. Ég er með spanhellur í eldhúsinu þannig að ég lenti ekki í neinum vandræðum með að ná góðri suðu. Boiloff var töluvert minna en ég er vanur, þannig að ég endaði með mikið meira af virt en upphaflegu plönin voru, en það kom eiginlega ekki að sök því nýtnin var umtalsvert meiri en ég er vanur. Ég fékk 13,3 lítra af 1.096 virti, sem þýðir uþb 88% nýtni. Ég verð þá bara að komast yfir 1.100 í næstu bruggun.

Ferlið

Eins og kom fram þá var þessi lögn gerð í 16 lítra potti. Ég saumaði passlegan poka fyrir pottinn, malaði kornið frekar fínt. Setti kornið í og meskjaði við 66°C í 60mín. Ég einangraði pottinn lauslega með handklæði, hrærði reglulega og var með hellurnar í lægstu stillingu megnið af tímanum. Mashout gerði ég svo með því að setja 1.5 lítra af sjóðandi vatni (fullur hraðsuðuketill) út í pottinn, sem dugði til að koma hitanum eitthvað upp fyrir 70°C. Svo var það bara suða eins og venjulega. Þegar hún var búin setti ég pottinn út á svalir og leyfði virtinum að kólna yfir nótt. Mér þótti það ekkert tiltökumál í þessu tilfelli vegna þess að humlar eru í aukahlutverki í þessum bjór og það angrar mig ekkert þó hann verði eitthvað skýjaður. Maður á ekkert að sjá í gegnum hann hvort sem er.

Eftir kælingu fékk virtinn góðan slurk af súrefni áður en ég bætti gerinu við. Ég gerjaði bjórinn svo við herbergishita með tveimur hylkjum af WLP090 San Diego Super geri frá White Labs. Gerjunarkælirinn var í notkun og stundum nennir maður ekki að flækja hlutina. Eftir 6 daga í gerjun var bjórinn kominn niður í 1.026 og þá fór hann í gerjunarkælinn við 19.5°C. Sýnið sem ég tók á þessum tímapunkti bragðaðist mjög vel og á klárlega ekki eftir að versna með tímanum. Eftir 2 vikur í gerjun flutti ég hann yfir í 10 lítra corny kút og setti vanillubaun með. Þar fær hann að dúsa í einhvern tíma þangað til að ég nenni að setja bjórinn á flöskur.

Niðurstaða

Ég hef venjulega ekki verið mikill talsmaður fyrir svona minni laganir vegna þess að þær eru jafn mikil vinna og stærri laganir. En í einhverjum tilfellum getur þetta verið hentugt, sérstaklega ef maður tekur shortcut hér og þar eins og ég gerði. Þrifin eru líka ögn einfaldari þegar öll áhöld passa í eldhúsvaskinn. Ég á klárlega eftir að gera þetta aftur, en ég hugsa að ég haldi mig við þá svona stóra bjóra og aðrar tilraunir sem mig langar kannski ekki að eiga mikið af.

Uppskrift

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 15,25 l
Post Boil Volume: 12,41 l
Batch Size (fermenter): 10,00 l  
Bottling Volume: 9,17 l
Estimated OG: 1,101 SG
Estimated Color: 33,7 SRM
Estimated IBU: 72,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 83,5 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
3,82 kg        Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    82,1 %    
0,40 kg        Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)      Grain     2    8,6 %     
0,10 kg        Carafa Special I (Weyermann) (320,0 SRM) Grain     3    2,1 %     
0,10 kg        Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain     4    2,1 %     
0,09 kg        Special B Malt (180,0 SRM)        Grain     5    1,9 %     
0,08 kg        Carafa Special III (Weyermann) (470,0 SR Grain     6    1,7 %     
0,07 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     7    1,4 %     
25,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 60,0 min    Hop      8    61,1 IBUs   
9,0 g         Warrior [15,00 %] - Boil 15,0 min    Hop      9    10,9 IBUs
7Apr/140

Wyeast gerpöntun, apríl 2014

April 7th, 2014

wyeast

Nú stendur til að panta aftur blautger frá Wyeast.

Fyrirkomulagið er eins og venjulega:

 • 1500kr pakkinn
  • 2000kr ef bakteríur
 • 6 pakkar á 7500kr – Einn pakki frír

Skiladagur pantana er 14. apríl, fyrir hádegi. Gerið er svo væntanlegt til mín 24. apríl, nema páskarnir þvælist eitthvað þar fyrir.

Greiðslur óskast á reikning brew.is:  0372-13-112408, kt 580906-0600. Kvittun á brew@brew.is úr netbanka og sendið mér svo póst á brew@brew.is með hvaða gerla þið viljið.

Hér er listi yfir gerla sem eru í boði.

Ef þig vantar hugmyndir þá eru þessir alltaf vinsælir:

3787 ef þig langar að gera belgískan

3068 ef þig langar í hressandi hveitibjór fyrir sumarið – Þetta er gerið frá Weihenstephaner

1056 fyrir IPA, APA og fleiri stíla sem krefjast “clean” gerjunar

1968 fyrir bittera og fleira – Fullers ger

2124 fyrir allskonar pilsnera – lager ger

Svo er auðvitað margt fleira í boði, tilvalið að skoða og finna sér einhvern spennandi stíl til að brugga!

12Mar/140

Algengar spurningar frá nýjum bruggurum

March 12th, 2014

Hér eru nokkrar spurningar sem ég heyri reglulega frá nýjum bruggurum. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi og svörin höfð í styttra lagi. Ég mun uppfæra þennan lista ef mér dettur eitthvað nýtt í hug sem er oft spurt út í.

Hvernig losna ég við botnfall í flöskunum?

Botnfallið í flöskunum er að mestu leyti ger. Þegar maður setur sykurinn í flöskurnar til að fá kolsýru í bjórinn, þá byrjar gerið á því að fjölga sér, étur svo sykurinn og býr til kolsýru og (örlítið) áfengi. Ef maður vill sleppa 100% við botnfall þá þarf maður að hafa leið til að kolsýra bjórinn áður en hann fer í flöskurnar, til dæmis í bjórkút og setja kolsýru af þrýstikút á bjórinn. Og nei, sodastream virkar ekki sérstaklega vel 🙂

Hvað tekur langan tíma að búa til bjór?

Í fyrstu skiptin er gott að gera ráð fyrir 5-6 klukkustundum í að gera bjórinn, með þrifum og undirbúningi. Þegar menn eru komnir upp á lagið með að gera bjór þá getur það tekið allt niður í 3 tíma. Svo tekur gerjunin 10-20 daga og átöppun á 20 lítrum af bjór á flöskur getur tekið um 2 tíma.

Geta allir búið til bjór?

Það geta allir búið til bjór. Svo einfalt er það. Sumir fara “all in” og pæla í uppskriftum, lesa sér til um hitt og þetta á meðan aðrir ná sér í grunnþekkingu og brugga svo alltaf sömu eða svipaða uppskrift. Maður þarf ekki að vera heltekinn af bjór og bjórgerð til að gera góðan bjór.

Hvernig bjór á ég að gera fyrst?

Ég mæli alltaf með Bee Cave sem fyrstu lögn. Ljós, léttur og þægilegur bjór sem er samt nóg bragð af til að skýla yfir byrjendamistök sem geta komið upp í fyrstu lögn.

Skemmist bjórinn?

Bjór skemmist í raun aldrei ef hreinlætið við framleiðslu hans var í lagi. En flestir bjórar byrja að dala í bragðgæðum eftir um 6 mánuði á flöskum.

Hvernig sía ég bjórinn?

Það eru til græjur til að sía bjór en þær eru mjög ópraktískar fyrir heimabruggara og ýmis vandamál sem tengjast þeim. Ég veit ekki um einn heimabruggara sem síar bjórinn sinn.

Get ég búið til x bjór?

Það er hægt að gera alla bjóra heimafyrir. Það er kosturinn við bjórgerð, að maður hefur aðgang að nákvæmlega sömu hráefnum og brugghúsin. Eina vandamálið er að finna uppskriftina, og það getur tekið nokkrar tilraunir að negla uppskrift ef maður er að gera bjór eftir fyrirmynd.

Hvað get ég gert sterkan bjór? Hvernig geri ég hann sterkari?

Sky is the limit. Menn eru sjaldan að fara mikið yfir 10%, en það er þó ekkert sem mælir gegn því. Ger þolir allt að 18%, en það þarf oft töluverða hjálp til að komast svo hátt í áfengismagni. Meiri sykur = meira áfengi. Megnið af sykri kemur úr korninu, en oft er notað eitthvað smávegis af hvítum sykri þegar stórir bjórar eru bruggaðir.

Er erfitt að gera lager bjór?

Það er ekki erfitt, en það krefst auka tækjakosts. Maður þarf aðstöðu til að gera bjórinn við 8-12 gráður (eftir gerli), og geta svo lagerað bjórinn, í gerjunarílátinu við ca 1°C.

Ég er með ofnæmi fyrir glúteini, get ég gert bjór og drukkið?

Það er glútein í byggi, og því getur verið erfitt að gera alveg glúteinlausan bjór. Gerið getur dregið í sig mikið af glúteininu, þannig að ef maður er bara með “smá” ofnæmi þá getur vel verið að maður geti drukkið heimabrugg. Ég mæli þó ekki með því það er mjög misjafnt hvernig þetta fer í menn (og konur).

5Mar/141

Bleyta upp í þurrgeri

March 5th, 2014

Það er algjör snilld að nota þurrger. Bara opna pakkann, hella í virtinn og voila, gerjun byrjar eftir 10-20 klst!

En það er til betri leið. Það borgar sig að bleyta alltaf upp í gerinu í 20-30°C vatni áður en maður setur það í virtinn. Þannig hjálpar maður heilbrigðri gerjun af stað.

Hvers vegna?

Áður en þurrger getur hafist handa við að gerja ljúffenga virtinn sem þú stritaðir við að gera, þá þurfa gerlarnir að taka í sig vatn til að vakna. Í virti er nóg af vatni, en þar er einnig sykur og fleiri efni, t.d. frá humlunum. Þegar gerillinn er að vakna, þá setja slík aukaefni mikið álag á gerilinn, sem gerir það að verkum að einhver hluti af gerlunum drepst eða veikist. Þess vegna er betra að nota hreint vatn til að bleyta upp í gerinu.

Í einum 11.5gr pakka af þurrgeri eru um 180-200 milljarðar ger fruma. Þær týna eitthvað tölunni eftir því sem pakkinn er eldri, eða um 5% á ári ef pakkinn er geymdur í kæli og 10-15% á ári ef hann er geymdur við herbergishita. Því getur það munað töluverðu þegar maður setur gerið í virtinn hvort maður sé að setja 100 milljarða fruma, eða 150 milljarða fruma. Einnig getur heilsa gerilsins verið umtalsvert betri þegar hann hefur verið vakinn í hreinu, volgu vatni eða í “köldum”, sykruðum og humluðum virtinum. Þá getur gerið verið fljótara að hefjast handa.

Það eru margir sem hafa aldrei bleytt upp í gerinu og aldrei fundið neinn mun á, ég þar með talinn. En það skaðar aldrei að vera góður við gerilinn, því það er jú hann sem gerir bjórinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt í sterkari bjóra sem gerið á erfiðara með. Hraustur gerill gerir góðan bjór.

Hvernig?

Þetta er ofur einfalt, og hægt að gera í örfáum skrefum og bætir afar lítilli vinnu við bruggdaginn.

Það sem þú þarft er sótthreinsuð sultukrukka með loki, volgt vatn og gerið. Ég sótthreinsa krukkuna og lokið alltaf í joðblöndu og nota svo upphitað kalt vatn. Vatnið þarf að vera 20-30°C, uþb 100-150ml. Vatnið er sett í krukkuna, gerið sett í og svo er þetta látið vera í 15mín. Eftir þessar 15mín er má hrista upp í og hella svo í kældan virtinn. Það er mikilvægt að hitastigið í virtinum og gerinu sé svipað til að sjokkera ekki gerið.

Bleytum upp í þurrgeri, myndasería

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.

Ger í krukku

Ger í krukku

Ger í krukkuna

Ger í krukkuna

Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið

Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið

Gerið eftir 15mín í krukkunni

Gerið eftir 15mín í krukkunni

Búið að hrista

Búið að hrista

Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því

Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því

Gerið sett í virtinn

Gerið sett í virtinn

28Feb/14Off

Kolsýra bjór á kútum

February 28th, 2014

Ég fæ reglulega spurningar um hvernig maður fer að því að kolsýra bjór á kútum. Það eru nokkrar leiðir í boði, eftir því hvernig maður vill gera hlutina og hvað manni liggur mikið á. Það er einmitt einn kostur við kútana að maður getur komið bjórum í drekkanlegt ástand á örstuttum tíma, t.d. grain to glass á 1-2 vikum ef maður er að gera bjór sem þolir það að vera mjög ungur. Flestir bjórar njóta góðs af meiri rólegheitum, en þetta er allavega hægt ef maður þarf þess.

Náttúruleg kolsýra

Þetta er svipuð aðferð og menn eru vanir með flöskurnar. Hérna er settur sykur í bjórinn – Minna magn en ef maður væri að setja á flöskur og kúturinn geymdur í 2-3 vikur í herbergishita á meðan gerið í bjórnum vinnur á sykrinum. Þannig fær maður náttúrulega kolsýru. Ókosturinn er að maður fær töluvert botnfall í kútinn. Til þess að fá minna af botnfalli í glasið eru kútunum venjulega breytt þannig að bjórrörið, rörið sem fer niður á botn í kútnum er stytt. Það er stytt til þess að rörið sé fyrir ofan botnfallið og maður fái ekki botnfall í hvert einasta glas.  Flutningur á kútnum verður líka leiðinlegri þar sem hver hreyfing hristir upp í gerinu og gerir bjórinn skýjaðari. Það er hægt að minnka áhrifin af þessu með því að stytta rörið og færa svo bjórinn yfir á annan kút, en þá er maður kominn í töluverðar tilfærslur án þess að græða endilega á því að nota aðferðina.

Sumir vilja meina að það sé bragðmunur á bjórnum svona, en flestir eru þó ekki á því. Margir vilja meina að t.d. humlaríkir bjórar séu betri, “ferskari” og meira crisp þegar maður kolsýrir með gaskút.

Rólegheit með gasi

Kúturinn er settur á maintenance þrýsting inn í ísskáp og svo bíður maður bara. Það tekur 2-4 vikur að ná fullri kolsýru í bjórinn, en kosturinn við þessa aðferð er að það eru engar líkur á því að maður of kolsýri bjórinn. Einnig er þetta hentugt með marga bjóra því maður vill hvort eð er gefa þeim nokkrar vikur í þroskun áður en maður byrjar að drekka bjórinn. Það er alltaf hægt að fá sér smá smakk reglulega til að athuga kolsýruna á bjórnum þó hann sé ekki alveg orðinn tilbúinn.

Til þess að finna út hvaða þrýsting maður þarf til að fá rétta kolsýru er best að notast við þessa töflu, þar sem samspil hitastigs bjórsins og þrýstings kolsýru er tekið til greina.

Flýtikolsýring

Þessi aðferð er hentug þegar manni liggur mikið á að koma kolsýru á bjórinn. Þá kælir maður bjórinn í ca. 4 gráður og setur um 40PSI þrýsting á kútinn. Kúturinn er svo hristur hressilega í 30-90 sekúndur. Þá er bjórinn orðinn kolsýrður. Það getur verið erfitt að hita á rétt kolsýrustig á bjórnum með þessari aðferð, en það er ágætt að vita af henni ef manni liggur á. Það er mjög auðvelt að of kolsýra bjórinn og þá lendir maður í því að það kemur stanslaus froða þegar maður reynir að fá sér. Það getur tekið nokkra daga að taka þrýsting af kútnum, og þess vegna mæli ég frekar með næstu aðferð, hálfflýtikolsýringu.

Þegar maður er búinn að hrista kútinn lækkar maður þrýsting niður í serving þrýsting og passar að lækka þrýstinginn á kútnum líka. Margir kranar eru ekki gerðir fyrir þennan þrýsting og geta skemmst ef maður hleypir 40psi á þá. Það á sérstaklega við um party/picnic krana.

Hálfflýtikolsýring

Þetta er sú aðferð sem ég nota mest. Hún felst í því að kúturinn er kældur í ca. 4 gráður, og svo settur 40psi þrýstingur á kútinn. Kúturinn er látinn standa með þeim þrýsting í ~20klst og þá er bjórinn orðinn létt kolsýrður. Ég set kútinn svo á maintenance þrýsting og þá skríður bjórinn upp í rétta kolsýru á nokkrum dögum. Kosturinn við þessa aðferð er að þarna eru litlar líkur á því að fara of hátt með kolsýruna, en samt fá næga kolsýru í bjórinn til að það sé hægt að njóta hans fljótt. Svo er hægt

Skilgreiningar

Serving þrýstingur – Þrýstingurinn sem er á kútnum þegar maður er að dæla af honum. Til dæmis ef maður er með stuttar slöngur á krönunum þá þarf að lækka þrýstinginn til þess að bjórinn freyði ekki of mikið.

Maintenance þrýstingur – Þrýstingurinn sem er á kútnum til að viðhalda réttri kolsýru í bjórnum. Venjulega er reynt að hafa serving og maintenance þrýsting þann sama til þess að þurfa ekki að lækka þrýstinginn í hvert skipti sem einhver ætlar að fá sér bjór. Hægt er að finna út hvað maintenance þrýstingurinn á að vera með því að skoða þessa töflu.

25Feb/14Off

Cornelius kútar 101

February 25th, 2014

2013-07-30 11.22.54 (Small)

Cornelius kútar eru kútar sem pepsi og coke notuðu á árum áður fyrir gosdrykkjasýróp en er að mestu hætt að nota. Bruggarar byrjuðu á einhverjum tímapunkti að nota kútana fyrir brugg vegna þess hve algengir kútarnir voru og auðvelt að þrífa. Kútarnir voru auðfengnir notaðir á mjög lítinn pening og því tilvaldir fyrir heimabruggara. Eftir að coke og pepsi hættu að nota kútana hefur orðið erfiðara og erfiðara að finna notaða kúta á góðu verði, og nú er það þannig að það er næstum ómögulegt. Þess vegna eru flestir farnir að kaupa nýja kúta.

Kútarnir eru daglegu tali kallaðir corny kútar og eru til í 3 “standard” stærðum. 3, 5 og 10 gallona, sem samsvarar uþb 11, 19 og 38 lítra. 5 gallona kútar eru algengastir og eru passlegir fyrir eina lögun af bjór. Það finnast einnig aðrar stærðir frá öðrum framleiðendum.

Munur á coke og pepsi kútum

Munurinn á þessum kútum er lítill, en coke kútarnir eru ögn lægri og breiðari en pepsi kútarnir. Einnig eru mismunandi tengi fyrir gas og bjór. Pepsi nota svokölluð ball lock tengi, en Coke nota pinlock tengi. Kútarnir eru svo venjulega kallaðir ball lock eða pinlock kútar, eftir því hvaða tengi eru á þeim.

Ball lock tengin eru þannig að það er hægt að tengja óvart öfugt, t.d. setja gas tengi á bjórpóstinn, en það er ekki æskilegt þar sem það er örlítill munur á tengjunum og maður getur lent í vandræðum með að ná tenginu af kútnum. Kútarnir eru venjulega með merkingar á póstunum, IN og OUT. IN er fyrir gasið, sem er grátt hraðtengi (grey for gas) og OUT fyrir bjórinn, sem er svart hraðtengi (black for beer).

Pin lock tengin eru mismunandi og ekki hægt að setja tengi á rangan póst.

Pin-Lock-vs-Ball-Lock-Posts-and-Disconnects

 

Viðhald og þrif

Fyrir þá sem eru vanir að tappa brugginu sínu á flöskur þá er þægilegt að hugsa um kútana eins og ein stór flaska. Sömu reglur varðandi hreinlæti og meðhöndlun á bjórnum eiga við um kútana. Það er nauðsynlegt að sótthreinsa kút, til dæmis með joðófór áður en bjór er settur á kútinn. Einnig er nauðsynlegt að taka kútana í sundur öðru hvoru til að þrífa staði þar sem bjórsteinn og önnur drulla getur safnast saman. Klór er hentugur til að þrífa, en það er mjög mikilvægt að hafa í huga að hann er ætandi og það má ekki láta hann standa á kút. PBW er annað hreinsiefni sem fer betur með stálið og verður til á brew.is innan tíðar.

Geymsla

Bjór er hægt að geyma lengi á kútum án þess að nokkuð gerist. Í raun er ekkert sem takmarkar lengdina sem maður getur geymt bjórinn á kút, heldur bara bjórinn sjálfur. Bjórinn þroskast svipað á kút og flöskum og á einhverjum tímapunkti hættir hann að þroskast í rétta átt. Þannig að ef hreinlætið er í lagi, þá ætti bjórinn að endast jafn lengi eða jafnvel lengur á kút en flöskum.

Þegar maður er búinn að tæma kút þá er sterkur leikur að þrífa kútinn og geyma hann hreinan og fínan. Það getur verið erfiðara að þrífa gamlar ger og bjórleifar úr kútnum ef hann fær að standa í lengri tíma með leifunum.

Búnaður

Það er ýmislegt sem þarf að eiga umfram kútana sjálfa

Kolsýruhylki – Gaskútur: Kolsýran er til þess að kolsýra bjórinn en einnig til þess að ýta honum út úr kútnum þegar maður fær sér.

Þrýstijafnari: Þrýstingurinn beint úr kolsýruhylkinu er of hár fyrir corny kútana og bjórinn. Þrýstijafnarinn sér um að lækka hann.

Hraðtengi: Til að tengja slöngur við  kúta.

Slöngur: Til að koma gasi í kútinn og bjór úr honum

Kranar: Til að skenkja bjórnum. Það eru til ódýrir plastkranar, kranar til að setja á ísskáp og ýmsar útfærslur.

Ísskápur: Það þarf að geyma kúta í ísskáp, bæði til þess að geta kolsýrt bjórinn áreiðanlega – Kolsýra leysist betur upp í köldum vökva en volgum. En einnig vegna þess að flestir vilja bjórinn sinn kaldan.

Að lokum

Þetta hjálpar vonandi einhverjum að koma fyrir sig hvað felst í því að vera með bjórkúta. Ég stefni svo á að skrifa einhverja fleiri pósta um einstaka hluti í kútakerfum, hvernig maður púslar þessu saman o.fl. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er tilvalið að commenta hér og spyrja.

20Feb/140

Ordinary Bitter

February 20th, 2014

Ég hef ekki verið mikið fyrir bittera hingað til. Maður er einhvernvegin alltaf að elltast við meira bragð af bjórnum, meira action, meira áfengi, meira boddy o.s.frv. En þegar maður er búinn að gera marga áfengisríka bjóra í röð þá fer maður að huga að því að það væri nú ágætt að eiga einn aðeins léttari líka.

Þar kemur bitterinn inn. Bitter er enskur ölstíll, eldgamall og mjög algengur í Bretlandi. Þó stíllinn sé kallaður bitter þá eru bjórarnir venjulega mun mildari í beiskju en amerísku ljósölin sem margir bruggarar eru vanir. Bitter er venjulega með töluverðan karakter frá gerinu og því mikilvægt að nota rétt ger. Þetta eru venjulega frekar áfengislitlir bjórar, alveg undir 3%, í tilfelli ordinary bitter en upp að 6.2%. Það eru þrír bitter stílar til, allir líkir að mörgu leyti en þó með sinn brag.

Bitter er oftast frekar lítið kolsýrður, sem hefur sinn tilgang því áfengislitlir bjórar sem eru mikið kolsýrðir eiga það til að vera svolítið vatnskenndir. Einnig er mikilvægt að njóta bitter frekar í volgari kantinum en margir eru vanir, segjum við til dæmis 10°C.

Bitter stílarnir eru eftirfarandi. Ordinary bitter er áfengisminnstur og ljósastir, og svo verða þeir ögn sterkari og dekkri. Það má lesa meira um stílana hjá BJCP.

Ordinary Bitter

Premium/Best/Special Bitter

Extra Special Bitter (ESB)

Uppskrift

Þá komum við að uppskriftinni. Þessi þróaðist aðeins út frá boat bitternum sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum og kom svona líka þrusu vel út. Ég var líka með uppskrift úr brewing classic styles til hliðsjónar og gerði eitthvað samkurl sem mér fannst geta passað saman. Þessi bjór ætti að verða um 4,1%, appelsínugulur og þægilegur.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,044 SG
Estimated Color: 12,3 SRM
Estimated IBU: 35,5 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 81,1 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name             Type  #  %/IBU     
7,00 kg  Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain  1  87,0 %    
0,35 kg  Oats, Flaked (1,0 SRM)          Grain  2  4,3 %     
0,30 kg  Carared (Weyermann) (24,0 SRM)      Grain  3  3,7 %     
0,25 kg  Caraaroma (Weyermann) (178,0 SRM)    Grain  4  3,1 %     
0,15 kg  Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain  5  1,9 %     
85,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 60,0 Hop   6  30,2 IBUs   
30,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 15,0 Hop   7  5,3 IBUs   
30,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 0,0 Hop   8  0,0 IBUs   
1,0 pkg  English Ale (White Labs #WLP002) [35,49 Yeast  9  -       
1,0 pkg  London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124, Yeast  10 -