Archive for the ‘recipes’ Category

Góður lager á stuttum tíma

Friday, December 12th, 2014

Það eru margar ástæður fyrir því að sumir vilja forðast það að gera lager. Tvær helstu eru sennilega þær að fólk hefur ekki almennilega aðstöðu til þess að stýra hitastiginu í gerjuninni, og hin er sú að fólk nennir ekki að bíða í margar vikur eftir lagernum og halda gerjunaraðstöðunni upptekinni.

Herra bruggspekingur (Brulosopher) er með prýðis lausn á amk öðru af þessum vandamálum. Mér datt í hug að það væri sniðugt að þýða pistilinn hans lauslega svo við hér á klakanum getum notið. Þetta á við um margar léttar tegundir af lager, t.d. Marzen, Schwarzbier og Þýskan Pils.

 1. Kældu virtinn í pitch hitastig (9-11.5°C), notaðu nóg af geri (reiknivél), stilltu hitastigið á gerjunarkælinum á gerjunarhitastig (10-12,5°C) og gerjaðu bjórinn í 5 daga.
 2. Á 5. deginum ætti bjórinn að hafa gerjast um 50% (attenuation). Taktu hitanemann af gerjunarílátinu og hækkaðu hitann um 2 gráður. Hækkaðu hitann um 2 gráður á 12 tíma fresti þangað til að hann er kominn í 18°C og leyfðu bjórnum svo að hvílast í 2-3 daga við það hitastig.
 3. Eftir 2-3 daga í 18°C lækkaðu hitann um 2,5 gráður á 12 klst fresti þangað til að hitinn er kominn að frostmarki, eða því sem næst (0°C) og láttu standa í 3-4 daga
 4. Fleyttu bjórnum köldum á kút, settu þrýsting á kútinn og leyfðu bjórnum að standa í kæli í um viku áður en þú byrjar að njóta hans.

Ég hef prófað þessa aðferð og hún skilar ótrúlega crisp og fínum lager á uþb 3 vikum.

Kostirnir við þessa aðferð eru margir, en þar vegur tíminn sérstaklega þungt. Þetta virkar best ef maður er með kúta til að fleyta bjórnum í en má sennilega staðfæra á flöskur með eitthvað lengri tíma.

Það sem er mikilvægast við þessa aðferð er að nota nóg af geri, og að stjórna hitanum nákvæmlega. Án nákvæmrar hitastýringar væri ekki mögulegt að gera þetta á svona stuttum tíma.

Uppskrift – Léttur Pilsner

Nú vantar bara uppskriftina. Ef þú ert að gera lager í fyrsta skipti þá er sterkur leikur að byrja á einhverju einföldu. Góður pilsner er venjulega afar einfaldur. Og ágætt að taka það fram að pilsner er ekki áfengislaus bjór heldur er hann nefndur eftir borginni Plzeň í Tékklandi.

Tékkneskur pilsner er venjulega frekar beiskur með lítið body.

Estimated OG: 1,050 SG
Estimated Color: 3,3 SRM
Estimated IBU: 40,5 IBUs

1,50 tsp      Calcium Chloride (Mash 60,0 mins)  
4,25 kg      Premium Pilsner (Weyermann) (2,0 SRM)  93,4 %    
0,30 kg      CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      6,6 %     
21,0 g       Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min     35,3 IBUs   
30,0 g       Saaz [4,00 %] - Boil 10,0 min      5,2 IBUs   
1,00 Items     Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)       
2,0 pkg      Saflager Lager (DCL/Fermentis #W-34/70)

Mesking í 66°C. Gerjunaraðferð sem er lýst hér að ofan. Einnig hægt að nota blautger, til dæmis 2124 Bohemian Pilsner eða 2042 Danish Lager frá Wyeast. Ég á hvort tveggja oft á lager. Ath að það þarf að gera ~2 lítra starter eða nota 2 pakka.

Kalsíum Klóríð er valkvætt, en það er algengt að fikta svolítið í vatninu þegar menn gera pilsner.

Nú hefur þú enga afsökun lengur og getur drifið í að gera lagerinn sem þig hefur alltaf langað að gera 🙂

Besti IPA Bandaríkjanna, 2014

Wednesday, September 17th, 2014

Á hverju ári er haldin keppni í Bandaríkjunum á vegum American Homebrewers Association (AHA), sem eru hagsmunasamtök heimabruggara í USA. Keppnin er gríðarstór og til að koma bjór í keppnina þarf hann fyrst að komast í gegnum ítrekaðan niðurskurð áður en bestu bjórarnir eru bornir saman.
Keppt er í öllum flokkum BJCP, sem eru eitthvað yfir 30 flokkar þegar maður telur alla undirflokkana með.

Þetta árið vann maður að nafni Kelsey McNair IPA flokkinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti, því hann hefur unnið oftar en einu sinni, með ansi líkan korngrunn.

Vinnings uppskriftin í hverjum flokki er alltaf gerð aðgengileg eftir keppnina, fyrst í blaði AHA, Zymurgy og svo á netinu.

Kíkjum aðeins á vinnings uppskriftina, sem er fyrir 53 lítra lögn (Ég breytti uppskriftinni ögn skv hráefni sem ég á á lager)

Korn

14,17kg Pale Ale Malt
0,6kg Carapils
0,23kg Caramunich II

Humlar

FWH: 28gr Chinook
60m: 70gr Warrior
30m: 57gr Columbus
10m: 57gr Simcoe
10m: 57gr Amarillo
0m: 57gr Simcoe
0m: 57gr Amarillo
0m: 57gr Citra
0m: 57gr Centennial
0m: 57gr Columbus
HB: 28gr Simcoe
HB: 28gr Amarillo
HB: 28gr Citra

FWH: First wort hop. Sett í um leið og mesking klárast – þeas sett t.d. þegar pokinn er tekinn uppúr.

HB: Hopback – Humlarnir eru settir í græju sem keyrir virtinn í gegnum á meðan virtinn er kældur. Fáir eiga slíkar græjur þannig að það væri hægt að setja þá í whirlpool í staðinn, til dæmis.

Gerjun

WLP001 (Wyeast 1056 eða US05)

Gerjað í 7-10 daga við 19°C
Secondary (þurrhumlun) í 7 daga við 19°C

Þurrhumlun

57gr af hverju: Simcoe, Amarillo, Citra, Centennial, Columbus

Þurrhumlun í secondary – helmingur um leið og fleytt er í secondary, rest þegar 3 dagar eru búnir af secondary.

Annað

3stk Whirfloc, 2stk Servomyces gernæring (eða wyeast gernæring, 2tsk),

OG 1.067

FG 1.011

IBU 120

SRM 5

Meskja við 67°C í 60mín. Mashout í 76°C og halda því í 15mín.

Soðið í 90mín

Pliny the Elder 2.0

Tuesday, April 22nd, 2014

Pliny 2.0

Pliny the Elder sem ég bruggaði fyrir um 2 árum er einn af bestu bjórum sem ég hef bruggað, amk í minningunni. Þegar 2013 uppskera af amerískum humlum datt í hús hjá mér þá fannst mér gráupplagt að láta reyna á pliny aftur, í þetta skipti með uppskrift frá bertus brewery.

Fyrir forvitna þá er Pliny the Elder með allra bestu Double/Imperial IPA í heimi, skv bæði ratebeer og beeradvocate. Mig hefur lengi langað til að smakka hann, en það er ekki alveg gengið að því að nálgast flösku af bjórnum, sérstaklega hér á klakanum þannig að klónin verða bara að duga mér þangað til að ég fer í heimsókn til Russian River brugghússins í Kaliforníu sem bruggar Pliny.

Ég notaði gamalt humla extract sem ég átti í staðinn fyrir warrior humlana til þess að minnka humladrulluna aðeins. Hún er alveg næg fyrir því það fer jú slatti af humlum í þennan bjór.

Ég þurrhumlaði í rúma viku í gerjunarfötu, fleytti svo af henni á kút þar sem ég setti seinni þurrhumlunar skammtinn. Ég smakkaði bjórinn flatan eftir tæpa viku í kút og þá var hann næstum alveg flatur og mjög skýjaður vegna humlanna. Hop haze fer svo til baka eftir 1-2 vikur og þá ætti bjórinn að vera orðinn kolsýrður og nokkuð tær. Þrátt fyrir þetta þá er hann frábær í nefi og lofar mjög góðu. Ég get klárlega mælt með þessari uppskrift.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 63,60 l
Post Boil Volume: 53,37 l
Batch Size (fermenter): 45,00 l  
Bottling Volume: 42,20 l
Estimated OG: 1,072 SG
Estimated Color: 7,2 SRM
Estimated IBU: 96,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 80,7 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
12,70 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    89,6 %    
0,51 kg        CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      Grain     2    3,6 %     
0,28 kg        Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)   Grain     3    2,0 %     
0,68 kg        Corn Sugar (Dextrose) (0,0 SRM)     Sugar     4    4,8 %     
80,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 90,0 min    Hop      5    58,8 IBUs   
20,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 45,0 min    Hop      6    12,6 IBUs   
56,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 30,0 min     Hop      7    25,5 IBUs   
2,00 Items      Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)    Fining    8    -       
155,9 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 0,0 min     Hop      9    0,0 IBUs   
56,0 g        Centennial [10,30 %] - Boil 0,0 min   Hop      10    0,0 IBUs   
70,9 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      11    0,0 IBUs   
42,5 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 13,0 Days Hop      12    0,0 IBUs   
42,5 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 13,0 Days   Hop      13    0,0 IBUs   
28,0 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      14    0,0 IBUs   
28,0 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 6,0 Days   Hop      15    0,0 IBUs   
14,0 g        Amarillo Gold [8,50 %] - Dry Hop 6,0 Day Hop      16    0,0 IBUs   
14,0 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 6,0 Days Hop      17    0,0 IBUs

Bragð

Ég er mjög ánægður með þennan, núna er liðinn rúmur mánuður síðan ég bruggaði hann, humlarnir farnir að jafnast út og bjórinn orðinn tær. Það er hugsanlegt að ég myndi vilja breyta humlunum eitthvað smávegis, t.d. setja eitthvað í kringum 5-10mín. Ég veit ekki hvort hann líkist Pliny því ég hef aldrei smakkað originalinn, en góður er hann allavega. Mjög “drinkable” þrátt fyrir frekar hátt áfengishlutfall, sem maður finnur fyrir eftir eitt stórt glas. Bjórinn er örlítið sætur með miklu humla bragði og lykt augljóslega. Mikill karakter frá Amarillo og Simcoe en það fer eitthvað minna fyrir Columbus og Centennial. Heilt yfir mjög vel heppnaður og ég mun klárlega gera einhverja útgáfu af honum aftur, kannski í haust. Nú er farið að vora (örlítið) og þá fer maður óhjákvæmilega að hugsa til léttari bjóra. Fljótlega mun ég t.d. pósta um Saison sem ég bruggaði nýverið og er að klára gerjun.

HoldRIS – Russian Imperial Stout

Tuesday, April 8th, 2014

Það hefur staðið til í svolítinn tíma að brugga Russian Imperial Stout. Ég á dýrindis madgaskar bourbon vanillubaunir sem ég er sannfærður um að geri góða hluti í stout. Ég stökk því til eitt kvöldið og sló nokkrar flugur af brugg bucket listanum í einu höggi:

 • Brugga RIS yfir 1.100
 • Nota vanillubaunirnar fínu
 • Gera lítið batch á hellunum í eldhúsinu

Þetta er semsagt 10 lítra batch sem ég bruggaði í 16 lítra potti á helluborðinu í eldhúsinu. Það hefur staðið til í svolítinn tíma að gera minni lagnir fyrir prufur og bjór sem ég nenni kannski ekki að gera 20+ lítra af. Ég er með spanhellur í eldhúsinu þannig að ég lenti ekki í neinum vandræðum með að ná góðri suðu. Boiloff var töluvert minna en ég er vanur, þannig að ég endaði með mikið meira af virt en upphaflegu plönin voru, en það kom eiginlega ekki að sök því nýtnin var umtalsvert meiri en ég er vanur. Ég fékk 13,3 lítra af 1.096 virti, sem þýðir uþb 88% nýtni. Ég verð þá bara að komast yfir 1.100 í næstu bruggun.

Ferlið

Eins og kom fram þá var þessi lögn gerð í 16 lítra potti. Ég saumaði passlegan poka fyrir pottinn, malaði kornið frekar fínt. Setti kornið í og meskjaði við 66°C í 60mín. Ég einangraði pottinn lauslega með handklæði, hrærði reglulega og var með hellurnar í lægstu stillingu megnið af tímanum. Mashout gerði ég svo með því að setja 1.5 lítra af sjóðandi vatni (fullur hraðsuðuketill) út í pottinn, sem dugði til að koma hitanum eitthvað upp fyrir 70°C. Svo var það bara suða eins og venjulega. Þegar hún var búin setti ég pottinn út á svalir og leyfði virtinum að kólna yfir nótt. Mér þótti það ekkert tiltökumál í þessu tilfelli vegna þess að humlar eru í aukahlutverki í þessum bjór og það angrar mig ekkert þó hann verði eitthvað skýjaður. Maður á ekkert að sjá í gegnum hann hvort sem er.

Eftir kælingu fékk virtinn góðan slurk af súrefni áður en ég bætti gerinu við. Ég gerjaði bjórinn svo við herbergishita með tveimur hylkjum af WLP090 San Diego Super geri frá White Labs. Gerjunarkælirinn var í notkun og stundum nennir maður ekki að flækja hlutina. Eftir 6 daga í gerjun var bjórinn kominn niður í 1.026 og þá fór hann í gerjunarkælinn við 19.5°C. Sýnið sem ég tók á þessum tímapunkti bragðaðist mjög vel og á klárlega ekki eftir að versna með tímanum. Eftir 2 vikur í gerjun flutti ég hann yfir í 10 lítra corny kút og setti vanillubaun með. Þar fær hann að dúsa í einhvern tíma þangað til að ég nenni að setja bjórinn á flöskur.

Niðurstaða

Ég hef venjulega ekki verið mikill talsmaður fyrir svona minni laganir vegna þess að þær eru jafn mikil vinna og stærri laganir. En í einhverjum tilfellum getur þetta verið hentugt, sérstaklega ef maður tekur shortcut hér og þar eins og ég gerði. Þrifin eru líka ögn einfaldari þegar öll áhöld passa í eldhúsvaskinn. Ég á klárlega eftir að gera þetta aftur, en ég hugsa að ég haldi mig við þá svona stóra bjóra og aðrar tilraunir sem mig langar kannski ekki að eiga mikið af.

Uppskrift

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 15,25 l
Post Boil Volume: 12,41 l
Batch Size (fermenter): 10,00 l  
Bottling Volume: 9,17 l
Estimated OG: 1,101 SG
Estimated Color: 33,7 SRM
Estimated IBU: 72,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 83,5 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
3,82 kg        Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    82,1 %    
0,40 kg        Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)      Grain     2    8,6 %     
0,10 kg        Carafa Special I (Weyermann) (320,0 SRM) Grain     3    2,1 %     
0,10 kg        Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain     4    2,1 %     
0,09 kg        Special B Malt (180,0 SRM)        Grain     5    1,9 %     
0,08 kg        Carafa Special III (Weyermann) (470,0 SR Grain     6    1,7 %     
0,07 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     7    1,4 %     
25,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 60,0 min    Hop      8    61,1 IBUs   
9,0 g         Warrior [15,00 %] - Boil 15,0 min    Hop      9    10,9 IBUs

Ordinary Bitter

Thursday, February 20th, 2014

Ég hef ekki verið mikið fyrir bittera hingað til. Maður er einhvernvegin alltaf að elltast við meira bragð af bjórnum, meira action, meira áfengi, meira boddy o.s.frv. En þegar maður er búinn að gera marga áfengisríka bjóra í röð þá fer maður að huga að því að það væri nú ágætt að eiga einn aðeins léttari líka.

Þar kemur bitterinn inn. Bitter er enskur ölstíll, eldgamall og mjög algengur í Bretlandi. Þó stíllinn sé kallaður bitter þá eru bjórarnir venjulega mun mildari í beiskju en amerísku ljósölin sem margir bruggarar eru vanir. Bitter er venjulega með töluverðan karakter frá gerinu og því mikilvægt að nota rétt ger. Þetta eru venjulega frekar áfengislitlir bjórar, alveg undir 3%, í tilfelli ordinary bitter en upp að 6.2%. Það eru þrír bitter stílar til, allir líkir að mörgu leyti en þó með sinn brag.

Bitter er oftast frekar lítið kolsýrður, sem hefur sinn tilgang því áfengislitlir bjórar sem eru mikið kolsýrðir eiga það til að vera svolítið vatnskenndir. Einnig er mikilvægt að njóta bitter frekar í volgari kantinum en margir eru vanir, segjum við til dæmis 10°C.

Bitter stílarnir eru eftirfarandi. Ordinary bitter er áfengisminnstur og ljósastir, og svo verða þeir ögn sterkari og dekkri. Það má lesa meira um stílana hjá BJCP.

Ordinary Bitter

Premium/Best/Special Bitter

Extra Special Bitter (ESB)

Uppskrift

Þá komum við að uppskriftinni. Þessi þróaðist aðeins út frá boat bitternum sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum og kom svona líka þrusu vel út. Ég var líka með uppskrift úr brewing classic styles til hliðsjónar og gerði eitthvað samkurl sem mér fannst geta passað saman. Þessi bjór ætti að verða um 4,1%, appelsínugulur og þægilegur.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,044 SG
Estimated Color: 12,3 SRM
Estimated IBU: 35,5 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 81,1 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name             Type  #  %/IBU     
7,00 kg  Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain  1  87,0 %    
0,35 kg  Oats, Flaked (1,0 SRM)          Grain  2  4,3 %     
0,30 kg  Carared (Weyermann) (24,0 SRM)      Grain  3  3,7 %     
0,25 kg  Caraaroma (Weyermann) (178,0 SRM)    Grain  4  3,1 %     
0,15 kg  Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain  5  1,9 %     
85,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 60,0 Hop   6  30,2 IBUs   
30,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 15,0 Hop   7  5,3 IBUs   
30,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 0,0 Hop   8  0,0 IBUs   
1,0 pkg  English Ale (White Labs #WLP002) [35,49 Yeast  9  -       
1,0 pkg  London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124, Yeast  10 -

Simcoe Pale Ale

Tuesday, January 28th, 2014

Ég bruggaði einn “léttan” pale ale í seinustu viku. Fyrirvarinn var lítill og ég var ekki með tilbúna uppskrift. Gunnar Óli benti mér á þessa og ég sló til. Simcoe veldur manni aldrei vonbrigðum.

Þessi uppskrift er ekki með neinni 60mín humlaviðbót og því eru simcoe áberandi í nefi og bragði. Beiskjan kemur öll úr þessum seinu humlaviðbótum og því er töluvert meira af humlum í þessari uppskrift en menn eru vanir miðað við IBU töluna. 280gr af Simcoe í 40 lítra lögn.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,060 SG
Estimated Color: 8,4 SRM
Estimated IBU: 47,8 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 81,1 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
9,00 kg        Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    82,6 %    
1,50 kg        Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)      Grain     2    13,8 %    
0,40 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     3    3,7 %     
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 20,0 min     Hop      4    17,0 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 15,0 min     Hop      5    13,9 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 10,0 min     Hop      6    10,1 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 5,0 min     Hop      7    5,6 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 1,0 min     Hop      8    1,2 IBUs   
65,0 g        Simcoe [12,90 %] - Aroma Steep 0,0 min  Hop      9    0,0 IBUs   
2,0 pkg        American Ale (Wyeast Labs #1056) [124,21 Yeast     10    -       
80,0 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 0,0 Days   Hop      11    0,0 IBUs   

Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 10,90 kg

Notes:
------
Bruggað 23 Janúar. Gleymdi að taka OG en Pre boil var um 10.5 plato þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Sennilega ögn léttari en upphaflega var planað.

þetta er 40 lítra lögn en það er lítið að deila með tveimur og fá þannig 20 lítra batch.

Verð fyrir þessa uppskrift hjá mér er 5500kr miðað við að nota US-05 ger og 20 lítra lögn.

Vivien Leigh – IPA

Wednesday, January 8th, 2014

Loksins að brugga fyrir sjálfan mig, ekki veislu vina og vandamanna. Ég er búinn að vera spenntur fyrir galaxy síðan ég fékk þá fyrst í hendurnar fyrir nokkrum vikum, þannig að ég ákvað að gera single hop galaxy IPA. Bjórinn, eins og allir IPA sem ég geri fékk nafn á frægum einstaklingi með tengsl við Indland.Hér er uppskriftin.

Recipe: Vivien Leigh
Brewer: Hrafnkell
Style: American IPA
TYPE: All Grain

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,069 SG
Estimated Color: 7,7 SRM
Estimated IBU: 69,6 IBUs
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
10,00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    84,4 %    
0,70 kg        Vienna Malt (Weyermann) (3,0 SRM)    Grain     2    5,9 %     
0,35 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     3    3,0 %     
60,0 g        Galaxy [14,00 %] - First Wort 60,0 min  Hop      4    47,0 IBUs   
0,80 kg        Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)     Sugar     5    6,8 %     
60,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 10,0 min     Hop      6    15,5 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 5,0 min     Hop      7    7,1 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 0,0 min     Hop      8    0,0 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Dry Hop 0,0 Days   Hop      9    0,0 IBUs   

Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 11,85 kg

Notes:
------
Bruggað 7 jan 2014. Virtur lofar mjög góðu, tær og bragðgóður. Prófa galaxy humal í fyrsta skipti.

Bruggað með Óla og Ingó.

Bleytti upp í geri, OG 1067-ish, súrefni í ~30sek, gerjað við 17.5°C. Virtur var uþb 18°C þegar ger fór í.

Venjulega nota ég pale, munich og crystal í IPA, en ákvað að prófa Vienna í staðinn í þetta skiptið. Hvort það hafi teljanleg áhrif kemur í ljós seinna.

Ég ætlaði að nota Wyeast 1056 – American Ale, en gleymdi að taka pokana úr kælinum þannig að ég notaði bara us05 sem ég bleytti upp í áður en ég setti það í virtinn.

Eins og kemur fram í beersmith paste-inu hérna fyrir ofan þá lofar þessi mjög góðu. Mælisýnið bragðaðist vel, var tært og frekar ljós IPA. Ég geri ráð fyrir að þurrhumla eftir um viku, og hugsanlega keg-humla líka. Það er fátt betra en að eiga góðan IPA á krana.

Skeeter Pee

Monday, September 16th, 2013

What you’ll need

48oz of real lemon is perfect for half a batch of pee

48oz of real lemon is perfect for half a batch of pee

Yeast nutrient, energizer and wine tannins

Yeast energizer, nutrient and wine tannins

Plus:

 • 1.7kg sugar
 • fermentation vessel (a bucket will be fine)
 • various kitchen stuffs.

Picture time

1.7kg sugar, 1 liter water, held close to boiling for 20-30 minutes to invert it

1.7kg sugar, 1 liter water, held close to boiling for 20-30 minutes to invert it

Sanitizing the 11.5 liter carboy

Sanitizing the 11.5 liter carboy

Everything must be sanitized properly

Everything must be sanitized properly – I used starsan

 

After adding cold water to the pot it's safe to transfer the now cold pee from pot into carboy

After adding cold water to the pot it’s safe to transfer the now cold pee from pot into carboy

 

Remember to pull this yellow thingie off the real lemon bottle befole pouring in. If this batch gets infected, this is why.

Remember to pull this yellow thingie off the real lemon bottle befole pouring in. If this batch gets infected, this is why.

I have never tried skeeter pee before, but I  imagine it will taste lemony. This will be around 10%, but might be good when combined with sprite or something?

Time will tell.

 

For detailed instructions on making, see skeeterpee.com