Eplasíder úr eplaþykkni

31 May, 2017

|

Ég hef gert nokkrar eplasíder tilraunir í gegnum tíðina. Til dæmis Edwort Apfelwein-ið af homebrewtalk. Það bragðaðist afleitlega, sem ég kenndi aðallega sykrinum um. Það sem sykurinn gerir er að hann þynnir eplasafann og eplabragðið, og niðurstaðan verður mjög “harsh” og “boozy”. Afar lítið eplabragð og eftir litlu að sækjast, finnst mér. Margir aðrir hafa […]

Read More

Notað korn eftir bruggun – Hvað get ég gert við hratið?

29 June, 2016

|

Hrat sem verður eftir þegar maður er búinn að gera bjór er hægt að nýta á ýmsa vegu og óþarfi að henda því í ruslið þar sem það verður engum að gagni. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað er sniðugt að gera við notað korn (hrat) eftir all grain bruggun. Í garðinn Hrat er frábært í […]

Read More

Meira um vatnsviðbætur

13 April, 2015

|

Ég hef fengið töluvert af spurningum um vatnsviðbætur og ákvað að reyna að útskýra einhverja fleiri punkta hérna í sambandi við það. Vatnið mitt Hvernig finn ég út úr því hvaða byrjunargildi á vatninu ég á að nota? Nú þú hefur samband við vatnsveituna þína og færð upplýsingar um efnasamsetningu neysluvatns. Ég fékk tölur frá 2010 […]

Read More

Vatnsviðbætur

20 March, 2015

|

Eitt sem ég minnist ekki á í póstinum þar sem ég fjalla um hvað veldur lágri eðlisþyngd er að pH gildið í meskingu spilar þar stóran part. Í mörgum tilfellum erum við (bruggarar) einfaldlega að meskja óþarflega basískt. Til þess að ensímin sem eru virk í meskingunni hafi það sem best þá viljum við meskja […]

Read More

Góður lager á stuttum tíma

12 December, 2014

|

Það eru margar ástæður fyrir því að sumir vilja forðast það að gera lager. Tvær helstu eru sennilega þær að fólk hefur ekki almennilega aðstöðu til þess að stýra hitastiginu í gerjuninni, og hin er sú að fólk nennir ekki að bíða í margar vikur eftir lagernum og halda gerjunaraðstöðunni upptekinni. Herra bruggspekingur (Brulosopher) er […]

Read More

Hreinsiefni – Hver er munurinn??

6 November, 2014

|

Eins og margir póstar hérna á blogginu þá er þessi til kominn vegna þess að ég er oft spurður af sömu spurningunni. Það er því tilvalið að skrifa niður nokkra punkta. Á brew.is er ég að selja 4 mismunandi hreinsiefni. Þau eru öll mismunandi og henta fyrir mismunandi hluti. Það má skipta efnunum í tvo […]

Read More

Besti IPA Bandaríkjanna, 2014

17 September, 2014

|

Á hverju ári er haldin keppni í Bandaríkjunum á vegum American Homebrewers Association (AHA), sem eru hagsmunasamtök heimabruggara í USA. Keppnin er gríðarstór og til að koma bjór í keppnina þarf hann fyrst að komast í gegnum ítrekaðan niðurskurð áður en bestu bjórarnir eru bornir saman. Keppt er í öllum flokkum BJCP, sem eru eitthvað […]

Read More

Léleg nýtni í bruggun – ástæður og ráð

19 July, 2014

|

Fólk hefur oft samband við mig vegna vandræða við lélega nýtni, þ.e.a.s. þegar fólk fær lægra OG en búist var við samkvæmt uppskrift. Það geta verið margar ástæður fyrir því, en förum yfir þær sem mér dettur í hug núna. Korn ekki hrært vel Þegar maður blandar korninu í vatnið er mjög mikilvægt að hræra […]

Read More

Algeng spurning: Á ég að nota poka fyrir humlana?

26 June, 2014

|

Stutta svarið: Ég nota þá aldrei. Lengra svarið: Ég nota aldrei poka fyrir humlana, hvorki í suðu né í gerjun þegar ég þurrhumla vegna þess að þá er maður oft að takmarka snertingu humlanna við virtinn og bjórinn. Humlarnir er fljótir að sökkva þegar maður er búinn að slökkva á suðunni og því lítið mál […]

Read More

Pliny the Elder 2.0

22 April, 2014

|

Pliny the Elder sem ég bruggaði fyrir um 2 árum er einn af bestu bjórum sem ég hef bruggað, amk í minningunni. Þegar 2013 uppskera af amerískum humlum datt í hús hjá mér þá fannst mér gráupplagt að láta reyna á pliny aftur, í þetta skipti með uppskrift frá bertus brewery. Fyrir forvitna þá er […]

Read More