Archive for the ‘beginners’ Category

Góður lager á stuttum tíma

Friday, December 12th, 2014

Það eru margar ástæður fyrir því að sumir vilja forðast það að gera lager. Tvær helstu eru sennilega þær að fólk hefur ekki almennilega aðstöðu til þess að stýra hitastiginu í gerjuninni, og hin er sú að fólk nennir ekki að bíða í margar vikur eftir lagernum og halda gerjunaraðstöðunni upptekinni.

Herra bruggspekingur (Brulosopher) er með prýðis lausn á amk öðru af þessum vandamálum. Mér datt í hug að það væri sniðugt að þýða pistilinn hans lauslega svo við hér á klakanum getum notið. Þetta á við um margar léttar tegundir af lager, t.d. Marzen, Schwarzbier og Þýskan Pils.

 1. Kældu virtinn í pitch hitastig (9-11.5°C), notaðu nóg af geri (reiknivél), stilltu hitastigið á gerjunarkælinum á gerjunarhitastig (10-12,5°C) og gerjaðu bjórinn í 5 daga.
 2. Á 5. deginum ætti bjórinn að hafa gerjast um 50% (attenuation). Taktu hitanemann af gerjunarílátinu og hækkaðu hitann um 2 gráður. Hækkaðu hitann um 2 gráður á 12 tíma fresti þangað til að hann er kominn í 18°C og leyfðu bjórnum svo að hvílast í 2-3 daga við það hitastig.
 3. Eftir 2-3 daga í 18°C lækkaðu hitann um 2,5 gráður á 12 klst fresti þangað til að hitinn er kominn að frostmarki, eða því sem næst (0°C) og láttu standa í 3-4 daga
 4. Fleyttu bjórnum köldum á kút, settu þrýsting á kútinn og leyfðu bjórnum að standa í kæli í um viku áður en þú byrjar að njóta hans.

Ég hef prófað þessa aðferð og hún skilar ótrúlega crisp og fínum lager á uþb 3 vikum.

Kostirnir við þessa aðferð eru margir, en þar vegur tíminn sérstaklega þungt. Þetta virkar best ef maður er með kúta til að fleyta bjórnum í en má sennilega staðfæra á flöskur með eitthvað lengri tíma.

Það sem er mikilvægast við þessa aðferð er að nota nóg af geri, og að stjórna hitanum nákvæmlega. Án nákvæmrar hitastýringar væri ekki mögulegt að gera þetta á svona stuttum tíma.

Uppskrift – Léttur Pilsner

Nú vantar bara uppskriftina. Ef þú ert að gera lager í fyrsta skipti þá er sterkur leikur að byrja á einhverju einföldu. Góður pilsner er venjulega afar einfaldur. Og ágætt að taka það fram að pilsner er ekki áfengislaus bjór heldur er hann nefndur eftir borginni Plzeň í Tékklandi.

Tékkneskur pilsner er venjulega frekar beiskur með lítið body.

Estimated OG: 1,050 SG
Estimated Color: 3,3 SRM
Estimated IBU: 40,5 IBUs

1,50 tsp      Calcium Chloride (Mash 60,0 mins)  
4,25 kg      Premium Pilsner (Weyermann) (2,0 SRM)  93,4 %    
0,30 kg      CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      6,6 %     
21,0 g       Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min     35,3 IBUs   
30,0 g       Saaz [4,00 %] - Boil 10,0 min      5,2 IBUs   
1,00 Items     Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)       
2,0 pkg      Saflager Lager (DCL/Fermentis #W-34/70)

Mesking í 66°C. Gerjunaraðferð sem er lýst hér að ofan. Einnig hægt að nota blautger, til dæmis 2124 Bohemian Pilsner eða 2042 Danish Lager frá Wyeast. Ég á hvort tveggja oft á lager. Ath að það þarf að gera ~2 lítra starter eða nota 2 pakka.

Kalsíum Klóríð er valkvætt, en það er algengt að fikta svolítið í vatninu þegar menn gera pilsner.

Nú hefur þú enga afsökun lengur og getur drifið í að gera lagerinn sem þig hefur alltaf langað að gera 🙂

Hreinsiefni – Hver er munurinn??

Thursday, November 6th, 2014

Eins og margir póstar hérna á blogginu þá er þessi til kominn vegna þess að ég er oft spurður af sömu spurningunni. Það er því tilvalið að skrifa niður nokkra punkta.

Á brew.is er ég að selja 4 mismunandi hreinsiefni. Þau eru öll mismunandi og henta fyrir mismunandi hluti. Það má skipta efnunum í tvo megin flokka;  sótthreinsiefni og hreinsiefni.

Sótthreinsiefni eru gríðarlega góð í því að drepa lang flesta gerla og bakteríur sem maður rekst á í brugginu. Þau eru hinsvegar ekki góð í að leysa upp óhreinindi og virka best á hluti og fleti sem eru þegar hreinir. Í þessum flokki eru joðófór og star san. Þau eru þægileg vegna þess að það þarf ekki að skola eftir notkun, þó það séu einhverjir dropar af blönduðu efni í t.d. flöskum þá er í góðu lagi að fylla á þær samt.

Hreinsiefni eru hinn flokkurinn, en í honum eru klórsóti (IP-5) og PBW. Þau leysa upp allskonar erfið óhreinindi og lífrænar leyfar. Þau hafa þó þann ókost að það þarf að skola vel eftir notkun á þeim til þess að fá ekki óæskileg efni og bragð í bjórinn.

Förum létt yfir hvert efni fyrir sig. Hvað ætli séu kostir og gallar hvers efnis og af hverju þarf að vera svona mikið úrval til að flækja málin?

Glyserín Joðófór – Joð

Joð er sótthreinsiefni sem er ódýrt, öruggt og hefur verið notað af bruggurum í langan tíma. Það þarf ótrúlega lítið magn af efninu, eða um 1ml á lítra til þess að gera sótthreinsilausn sem drepur lang flesta gerla á 30 sekúndum. Það sem fer helst í taugarnar á fólki með joðið er að það litar öll plast áhöld sem það kemst í snertingu við brún. Til dæmis gerjunarfötur. Liturinn er þó ekki slæmur, hann hefur engin áhrif á bragð eða endingu.

Snertitími: 30 sekúndur

Geymsluþol eftir blöndun: Lítið. Verður að nota strax

Star San

Star San virkar næstum nákvæmlega eins og joðið. Það sem skilur efnin aðallega að er að star san freyðir betur og liggur því oft betur á lóðréttum flötum. Einnig litar star san plast áhöld ekki og það geymist lengi eftir að það hefur verið blandað. Það er þægilegt vegna þess að þá er hægt að geyma t.d. spreybrúsa með starsan blöndu og nota þegar maður þarf að sótthreinsa eitthvað smotterí, til dæms sykurflotvog þegar það á að taka mælisýni.

Helsti ókostur star san er að það kostar töluvert meira en joð. Það er þó ekki jafn slæmt og það sýnist í fyrstu því vegna geymsluþolsins má færa rök fyrir því að star san brúsi geti enst mun lengur en joðbrúsi.

Snertitími: 30sek

Geymsluþol eftir blöndun: 4-6 vikur.

IP-5 Alfa Gamma – Klórsóti

Klórsóti er í raun bara klór í þurru formi. Hann er sérstaklega duglegur að leysa upp lífrænar leifar og virkar sérstaklega vel þegar hann er notaður með heitu vatni. Klór er ætandi og því er mikilvægt að láta málm hluti ekki liggja í klórsóta nema í örstutta stund. Ég mæli ekki með því að nota klórsóta til þess að þrífa t.d. kúta og fleira úr stáli. En hann hentar mjög vel til að leysa t.d. upp þornaða drullu í bjórflöskum.

Powdered Brewery Wash – PBW

PBW er efni sem var hannað í samstarfi við Coors af 5 star chemicals. Það er sérhannað fyrir notkun í brugghúsum og vinnur sérstaklega vel á öllum óhreinindum sem koma upp þar. Það fer vel með alla málma og má láta liggja á t.d. kútum, pottum og hitaelementum, jafnvel yfir nótt. Það er einnig hættulaust umhverfinu og þægilegt í meðhöndlun. Ókosturinn við það er að það er töluvert dýrara en klórsótinn.

 

Þessi stutti pistill verður vonandi einhverjum að gagni. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar þá endilega kommentaðu hérna fyrir neðan. Það væri líka gaman að heyra ef þú hefur einhverjar uppástungur um hvað ég ætti að skrifa um næst?

Léleg nýtni í bruggun – ástæður og ráð

Saturday, July 19th, 2014

Fólk hefur oft samband við mig vegna vandræða við lélega nýtni, þ.e.a.s. þegar fólk fær lægra OG en búist var við samkvæmt uppskrift. Það geta verið margar ástæður fyrir því, en förum yfir þær sem mér dettur í hug núna.

Korn ekki hrært vel

Þegar maður blandar korninu í vatnið er mjög mikilvægt að hræra vel og vandlega í því. Það er vegna þess að við það að hella korninu í vatnið myndast kögglar sem er nauðsynlegt að brjóta upp. Ef maður gerir það ekki þá er maður bara að meskja utan á kögglunum og kornið inn í þeim sleppur við meskinguna. Einnig er mikilvægt að hræra vandlega til þess að hitastigið í grautnum sé jafnt allsstaðar. Þessi skeið er snilld og beyglast ekki í hræri átökunum.

Hitastig í meskingu og dough in

Hitastig í meskingu stýrir því hvað hlutfall gerjanlegra sykra kemur úr meskingunni. Ef maður til dæmis byrjar of heitt í meskingunni, þá er hætt við því að maður slökkvi á mikið af ensímunum sem sjá um að breyta sterkjunni í sykrur. Það er því mikilvægt að hafa ekki of heitt í byrjun meskingar, heldur bara passlegt eða um 65-69 gráður eftir að maður er búinn að hræra. Algengast er að miða við um 66-67 gráður, en það fer algjörlega eftir uppskriftinni. Hærri hitastig gefa illgerjanlegri virt (hærra FG) á meðan lægri hitastig gefa gerjanlegri virt (lægra FG). Hér getur líka einangrun á meskiílátinu komið inn, því ef hitastigið lækkar um meira en 1-2 gráður í meskingunni þá getur það haft áhrif á nýtnina og vert að skoða að einangra ílátið betur.

Lengd meskingar

Oftast eru 60mín feykinægar fyrir meskinguna, en ef maður er í vandræðum með nýtnina þá getur verið gott að lengja hana í 90mín. Það á sérstaklega við um þegar maður er að meskja kalt, t.d. við 64-6 gráður. Þetta á einnig við um stærri bjóra, t.d. yfir OG 1.070.

Mashout

Mashout er þegar maður hitar meskinguna upp í 76 gráður. Samkvæmt minni reynslu þá er þetta skref critical til að ná fullri nýtingu. Einfaldasta leiðin til að ná mashouti er að geyma ca 5 lítra af vatni í byrjun meskingar, og bæta þeim sjóðandi heitum í meskifötuna í lok meskingar.

Mölun á korninu

Ef kornið er of gróft malað þá getur verið erfitt að ná fullri nýtni. Það á ekki að vera vandamál með korn malað hjá mér, ég brugga sjálfur með korni malað úr minni kvörn á 2-4 vikna fresti og fæ alltaf 70-75% nýtni.

Vatnsmagn

Ef maður er með of mikið af virt í lok meskingar eða suðu þá er hann augljóslega þynnri en uppskriftin gerir ráð fyrir. Þá er í lagi að sjóða t.d. aðeins lengur, en ekki sjóða humlana lengur en uppskriftin gerir ráð fyrir

Hátt gravity

Þegar maður er að brugga stóra bjóra (t.d. yfir 1.070 eða svo, þá er eðlilegt að nýtnin fari niður. Því þarf maður að gera ráð fyrir því í byrjun bruggunar með því að nota meira korn eða jafnvel bæta extracti við í suðunni. Því hærra OG, því meira korn þarf maður.

Skakkur sykurmælir

Sykurmælar eiga að að sýna 1.000 þegar maður stingur þeim í vatn sem er 20°C. Ef hann sýnir hærra eða lægra er hægt að gera ráð fyrir því þegar maður mælir virt. Ath að það er mikilvægt að sykurmælirinn sé alveg heill – Engar sprungur eða brot í honum.

Skakkur hitamælir

Hægt er að komast að því hvort hitamælir sé réttur með því að stinga honum í sjóðandi vatn. Í sjóðandi vatni á hann að sýna um 98°C (eftir því hve hátt yfir sjávarmáli maður er með). Svo til að prófa neðri mörkin er hægt að fylla vatnsglas með muldum ísmolum og fylla upp í með köldu vatni. Þá á mælirinn að sýna 0°C eða því sem næst.

Hitastig á virti þegar mælt er

Sykurmælar eru allir gerðir með ákveðið hitastig í huga – Venjulega 20°C. Ef vökvinn er heitari en mælirinn er gerður fyrir þá sýnir mælirinn minna en raunhitastig er. Það munar ekki mjög miklu, t.d. 4 punktur (0.004) ef maður mælir við 35°C. En það er ágætt að hafa það í huga. Hér er reiknivél sem getur reiknað þetta fyrir þig.

Eins og sjá má eru flest vandamál við nýtni komin frá meskingunni. Það er því mikilvægt að vanda sig sérstaklega með öll hitastig í meskingu og gefa sér góðan tíma í hana. Vonandi hjálpar þetta einhverjum. Endilega kommenta ef ykkur dettur eitthvað fleira í hug.

Algeng spurning: Á ég að nota poka fyrir humlana?

Thursday, June 26th, 2014

Stutta svarið: Ég nota þá aldrei.

Lengra svarið: Ég nota aldrei poka fyrir humlana, hvorki í suðu né í gerjun þegar ég þurrhumla vegna þess að þá er maður oft að takmarka snertingu humlanna við virtinn og bjórinn. Humlarnir er fljótir að sökkva þegar maður er búinn að slökkva á suðunni og því lítið mál að takmarka magnið af humlum sem fara í gerjunarfötuna. Og þó það færi eitthvað, eða allt í gerjunarfötuna, þá skiptir það engu máli því það sekkur einmitt líka niður þar og festist í gerkökunni.
Þegar maður þurrhumlar með humlakögglum þá eru þeir einnig frekar fljótir að sökkva á botninn í gerjunarfötunni og allir sokknir eftir þessa 5-7 daga sem maður þurrhumlar venjulega.

Eina undantekningin sem ég geri og nota poka fyrir humlana er þegar ég þurrhumla í kút. Annars væri ansi mikið af humlum í glasinu hjá manni.

Bottom line: Algjör óþarfi, en alveg leyfilegt ef maður hugsar til þess að pokinn sem humlarnir fari í sé nógu stór. Ef pokinn er lítill þá fær maður minni beiskju og bragð úr humlunum en maður gerði ráð fyrir og getur sett uppskriftina í ójafnvægi.

Algengar spurningar frá nýjum bruggurum

Wednesday, March 12th, 2014

Hér eru nokkrar spurningar sem ég heyri reglulega frá nýjum bruggurum. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi og svörin höfð í styttra lagi. Ég mun uppfæra þennan lista ef mér dettur eitthvað nýtt í hug sem er oft spurt út í.

Hvernig losna ég við botnfall í flöskunum?

Botnfallið í flöskunum er að mestu leyti ger. Þegar maður setur sykurinn í flöskurnar til að fá kolsýru í bjórinn, þá byrjar gerið á því að fjölga sér, étur svo sykurinn og býr til kolsýru og (örlítið) áfengi. Ef maður vill sleppa 100% við botnfall þá þarf maður að hafa leið til að kolsýra bjórinn áður en hann fer í flöskurnar, til dæmis í bjórkút og setja kolsýru af þrýstikút á bjórinn. Og nei, sodastream virkar ekki sérstaklega vel 🙂

Hvað tekur langan tíma að búa til bjór?

Í fyrstu skiptin er gott að gera ráð fyrir 5-6 klukkustundum í að gera bjórinn, með þrifum og undirbúningi. Þegar menn eru komnir upp á lagið með að gera bjór þá getur það tekið allt niður í 3 tíma. Svo tekur gerjunin 10-20 daga og átöppun á 20 lítrum af bjór á flöskur getur tekið um 2 tíma.

Geta allir búið til bjór?

Það geta allir búið til bjór. Svo einfalt er það. Sumir fara “all in” og pæla í uppskriftum, lesa sér til um hitt og þetta á meðan aðrir ná sér í grunnþekkingu og brugga svo alltaf sömu eða svipaða uppskrift. Maður þarf ekki að vera heltekinn af bjór og bjórgerð til að gera góðan bjór.

Hvernig bjór á ég að gera fyrst?

Ég mæli alltaf með Bee Cave sem fyrstu lögn. Ljós, léttur og þægilegur bjór sem er samt nóg bragð af til að skýla yfir byrjendamistök sem geta komið upp í fyrstu lögn.

Skemmist bjórinn?

Bjór skemmist í raun aldrei ef hreinlætið við framleiðslu hans var í lagi. En flestir bjórar byrja að dala í bragðgæðum eftir um 6 mánuði á flöskum.

Hvernig sía ég bjórinn?

Það eru til græjur til að sía bjór en þær eru mjög ópraktískar fyrir heimabruggara og ýmis vandamál sem tengjast þeim. Ég veit ekki um einn heimabruggara sem síar bjórinn sinn.

Get ég búið til x bjór?

Það er hægt að gera alla bjóra heimafyrir. Það er kosturinn við bjórgerð, að maður hefur aðgang að nákvæmlega sömu hráefnum og brugghúsin. Eina vandamálið er að finna uppskriftina, og það getur tekið nokkrar tilraunir að negla uppskrift ef maður er að gera bjór eftir fyrirmynd.

Hvað get ég gert sterkan bjór? Hvernig geri ég hann sterkari?

Sky is the limit. Menn eru sjaldan að fara mikið yfir 10%, en það er þó ekkert sem mælir gegn því. Ger þolir allt að 18%, en það þarf oft töluverða hjálp til að komast svo hátt í áfengismagni. Meiri sykur = meira áfengi. Megnið af sykri kemur úr korninu, en oft er notað eitthvað smávegis af hvítum sykri þegar stórir bjórar eru bruggaðir.

Er erfitt að gera lager bjór?

Það er ekki erfitt, en það krefst auka tækjakosts. Maður þarf aðstöðu til að gera bjórinn við 8-12 gráður (eftir gerli), og geta svo lagerað bjórinn, í gerjunarílátinu við ca 1°C.

Ég er með ofnæmi fyrir glúteini, get ég gert bjór og drukkið?

Það er glútein í byggi, og því getur verið erfitt að gera alveg glúteinlausan bjór. Gerið getur dregið í sig mikið af glúteininu, þannig að ef maður er bara með “smá” ofnæmi þá getur vel verið að maður geti drukkið heimabrugg. Ég mæli þó ekki með því það er mjög misjafnt hvernig þetta fer í menn (og konur).

Bleyta upp í þurrgeri

Wednesday, March 5th, 2014

Það er algjör snilld að nota þurrger. Bara opna pakkann, hella í virtinn og voila, gerjun byrjar eftir 10-20 klst!

En það er til betri leið. Það borgar sig að bleyta alltaf upp í gerinu í 20-30°C vatni áður en maður setur það í virtinn. Þannig hjálpar maður heilbrigðri gerjun af stað.

Hvers vegna?

Áður en þurrger getur hafist handa við að gerja ljúffenga virtinn sem þú stritaðir við að gera, þá þurfa gerlarnir að taka í sig vatn til að vakna. Í virti er nóg af vatni, en þar er einnig sykur og fleiri efni, t.d. frá humlunum. Þegar gerillinn er að vakna, þá setja slík aukaefni mikið álag á gerilinn, sem gerir það að verkum að einhver hluti af gerlunum drepst eða veikist. Þess vegna er betra að nota hreint vatn til að bleyta upp í gerinu.

Í einum 11.5gr pakka af þurrgeri eru um 180-200 milljarðar ger fruma. Þær týna eitthvað tölunni eftir því sem pakkinn er eldri, eða um 5% á ári ef pakkinn er geymdur í kæli og 10-15% á ári ef hann er geymdur við herbergishita. Því getur það munað töluverðu þegar maður setur gerið í virtinn hvort maður sé að setja 100 milljarða fruma, eða 150 milljarða fruma. Einnig getur heilsa gerilsins verið umtalsvert betri þegar hann hefur verið vakinn í hreinu, volgu vatni eða í “köldum”, sykruðum og humluðum virtinum. Þá getur gerið verið fljótara að hefjast handa.

Það eru margir sem hafa aldrei bleytt upp í gerinu og aldrei fundið neinn mun á, ég þar með talinn. En það skaðar aldrei að vera góður við gerilinn, því það er jú hann sem gerir bjórinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt í sterkari bjóra sem gerið á erfiðara með. Hraustur gerill gerir góðan bjór.

Hvernig?

Þetta er ofur einfalt, og hægt að gera í örfáum skrefum og bætir afar lítilli vinnu við bruggdaginn.

Það sem þú þarft er sótthreinsuð sultukrukka með loki, volgt vatn og gerið. Ég sótthreinsa krukkuna og lokið alltaf í joðblöndu og nota svo upphitað kalt vatn. Vatnið þarf að vera 20-30°C, uþb 100-150ml. Vatnið er sett í krukkuna, gerið sett í og svo er þetta látið vera í 15mín. Eftir þessar 15mín er má hrista upp í og hella svo í kældan virtinn. Það er mikilvægt að hitastigið í virtinum og gerinu sé svipað til að sjokkera ekki gerið.

Bleytum upp í þurrgeri, myndasería

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.

Ger í krukku

Ger í krukku

Ger í krukkuna

Ger í krukkuna

Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið

Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið

Gerið eftir 15mín í krukkunni

Gerið eftir 15mín í krukkunni

Búið að hrista

Búið að hrista

Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því

Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því

Gerið sett í virtinn

Gerið sett í virtinn

Kolsýra bjór á kútum

Friday, February 28th, 2014

Ég fæ reglulega spurningar um hvernig maður fer að því að kolsýra bjór á kútum. Það eru nokkrar leiðir í boði, eftir því hvernig maður vill gera hlutina og hvað manni liggur mikið á. Það er einmitt einn kostur við kútana að maður getur komið bjórum í drekkanlegt ástand á örstuttum tíma, t.d. grain to glass á 1-2 vikum ef maður er að gera bjór sem þolir það að vera mjög ungur. Flestir bjórar njóta góðs af meiri rólegheitum, en þetta er allavega hægt ef maður þarf þess.

Náttúruleg kolsýra

Þetta er svipuð aðferð og menn eru vanir með flöskurnar. Hérna er settur sykur í bjórinn – Minna magn en ef maður væri að setja á flöskur og kúturinn geymdur í 2-3 vikur í herbergishita á meðan gerið í bjórnum vinnur á sykrinum. Þannig fær maður náttúrulega kolsýru. Ókosturinn er að maður fær töluvert botnfall í kútinn. Til þess að fá minna af botnfalli í glasið eru kútunum venjulega breytt þannig að bjórrörið, rörið sem fer niður á botn í kútnum er stytt. Það er stytt til þess að rörið sé fyrir ofan botnfallið og maður fái ekki botnfall í hvert einasta glas.  Flutningur á kútnum verður líka leiðinlegri þar sem hver hreyfing hristir upp í gerinu og gerir bjórinn skýjaðari. Það er hægt að minnka áhrifin af þessu með því að stytta rörið og færa svo bjórinn yfir á annan kút, en þá er maður kominn í töluverðar tilfærslur án þess að græða endilega á því að nota aðferðina.

Sumir vilja meina að það sé bragðmunur á bjórnum svona, en flestir eru þó ekki á því. Margir vilja meina að t.d. humlaríkir bjórar séu betri, “ferskari” og meira crisp þegar maður kolsýrir með gaskút.

Rólegheit með gasi

Kúturinn er settur á maintenance þrýsting inn í ísskáp og svo bíður maður bara. Það tekur 2-4 vikur að ná fullri kolsýru í bjórinn, en kosturinn við þessa aðferð er að það eru engar líkur á því að maður of kolsýri bjórinn. Einnig er þetta hentugt með marga bjóra því maður vill hvort eð er gefa þeim nokkrar vikur í þroskun áður en maður byrjar að drekka bjórinn. Það er alltaf hægt að fá sér smá smakk reglulega til að athuga kolsýruna á bjórnum þó hann sé ekki alveg orðinn tilbúinn.

Til þess að finna út hvaða þrýsting maður þarf til að fá rétta kolsýru er best að notast við þessa töflu, þar sem samspil hitastigs bjórsins og þrýstings kolsýru er tekið til greina.

Flýtikolsýring

Þessi aðferð er hentug þegar manni liggur mikið á að koma kolsýru á bjórinn. Þá kælir maður bjórinn í ca. 4 gráður og setur um 40PSI þrýsting á kútinn. Kúturinn er svo hristur hressilega í 30-90 sekúndur. Þá er bjórinn orðinn kolsýrður. Það getur verið erfitt að hita á rétt kolsýrustig á bjórnum með þessari aðferð, en það er ágætt að vita af henni ef manni liggur á. Það er mjög auðvelt að of kolsýra bjórinn og þá lendir maður í því að það kemur stanslaus froða þegar maður reynir að fá sér. Það getur tekið nokkra daga að taka þrýsting af kútnum, og þess vegna mæli ég frekar með næstu aðferð, hálfflýtikolsýringu.

Þegar maður er búinn að hrista kútinn lækkar maður þrýsting niður í serving þrýsting og passar að lækka þrýstinginn á kútnum líka. Margir kranar eru ekki gerðir fyrir þennan þrýsting og geta skemmst ef maður hleypir 40psi á þá. Það á sérstaklega við um party/picnic krana.

Hálfflýtikolsýring

Þetta er sú aðferð sem ég nota mest. Hún felst í því að kúturinn er kældur í ca. 4 gráður, og svo settur 40psi þrýstingur á kútinn. Kúturinn er látinn standa með þeim þrýsting í ~20klst og þá er bjórinn orðinn létt kolsýrður. Ég set kútinn svo á maintenance þrýsting og þá skríður bjórinn upp í rétta kolsýru á nokkrum dögum. Kosturinn við þessa aðferð er að þarna eru litlar líkur á því að fara of hátt með kolsýruna, en samt fá næga kolsýru í bjórinn til að það sé hægt að njóta hans fljótt. Svo er hægt

Skilgreiningar

Serving þrýstingur – Þrýstingurinn sem er á kútnum þegar maður er að dæla af honum. Til dæmis ef maður er með stuttar slöngur á krönunum þá þarf að lækka þrýstinginn til þess að bjórinn freyði ekki of mikið.

Maintenance þrýstingur – Þrýstingurinn sem er á kútnum til að viðhalda réttri kolsýru í bjórnum. Venjulega er reynt að hafa serving og maintenance þrýsting þann sama til þess að þurfa ekki að lækka þrýstinginn í hvert skipti sem einhver ætlar að fá sér bjór. Hægt er að finna út hvað maintenance þrýstingurinn á að vera með því að skoða þessa töflu.

DIY plastic boil kettle

Sunday, March 27th, 2011

Update: A lot of people on reddit have voiced concern about using plastic for boil kettles, even going as far as calling me a Darwin award nominee and saying this is dangerous and stupid. I assure you that if you do as I did and pick a proper bucket that is manufacturer rated for high temperatures for extended amount of time then you will be fine. I have used and built more than 10 of these buckets and used for more than a year for countless brews without any incident. Just be smart and don’t try moving a bucket with 25 liters of boiling liquid – You’re gonna get burned!


I’ve gotten a few questions about the boil kettles I use for my brewing endeavors. So here’s short writeup on how I make them.

I use a plastic fermenting bucket for the kettle. Plastic is actually very handy for this type of operation, being really cheap and readily available. The only drawbacks I can see is that it won’t last as long as a stainless or aluminum kettle, and with time the plastic will suck up some color from the wort. The large upside however is that this is a lot cheaper than most (all?) options I can think of and will last a long time.

Step 1 – Disassemble the kettles

Acquire a couple of electric kettles with removable elements. Disassemble and remove the elements.

Remove some screws or break plastic to get to the actual heating element. Don’t worry about breaking the housing, you’re going to throw it away after disassembling the kettle.

This is what you should end up with – a heating element and a silicone gasket. Make a mental note of which side of the gasket is out and in. Also note which screw goes where, along with the washers.

Step 2 – Drill holes for the heating elements

Source a plastic container of the size you want. I use a 33 liter fermentation bucket that’s rated for temperatures up to 130°C and is food grade. It’s handy if the bucket is see through with a scale, but not necessary.

Measure the size of the hole for the heating element(s) and drill a hole for them in the bucket. Most chinese made electric kettles have these same elements, and a 38mm hole saw is perfect for them. The hole saw will leave the hole a bit rough, so clean it up with a little sandpaper or a knife when done drilling.

Step 3 – install elements

Put the gasket(s) in the hole, then assemble the element and element backing in the hole. Don’t over tighten the screws – You can get away with surprisingly little tension because of how well the silicone gasket fits.

Step 4 – Leak test

Fill the boil kettle with water to check for leaks. If it leaks then tighten the screws and/or check if the gasket is seated properly.

Step 5 – Make beer!

You can connect the heating elements with this kind of connector. It’s the same connector as is used on computer power supplies. It’s cheap, available in most electronic and computer stores. You might even have a few lying around the house.

You can use the kettle for just heating sparge water, boil water or whatever else you would use a “normal” kettle for. You could probably use it as a cheap turkey boiler if you like.

I hope this post proves useful for someone – If you have any questions or comments then please comment.

Starting out with all grain brewing

Sunday, March 20th, 2011

I get  a lot of beginner brewers asking me how they can get started brewing all grain for the least amount of money and equipment possible. For those people I have devised a start kit with everything you need for all grain brewing with the least amount of money possible (in my opinion). And just because the kit is simple you don’t sacrifice quality of the finished product.

The process I recommend starting out with is Brew in a Bag (BIAB).

Before I go into the BIAB process I want to detail what I include in the BIAB start kit I make for newbies:

 • 33 liter plastic boil kettle, with 2x 2200 watt heating elements from electric kettles
 • 33 liter fermentation bucket with an air lock
 • Polyester fine mesh bag big enough to cover the inside of the boil kettle (grain bag)
 • Thermometer (digital)
 • Hydrometer
 • Racking cane
 • Chlorine based cleaning agent
 • Iodophor for sanitizing
 • 70 bottle caps
 • Capper
 • Your first all grain recipe  – Milled grains, hops and dry yeast

I have written an exhaustive document detailing the process using this kit. It is however in Icelandic, but I intend to translate it to English soon™.

For starters I will just give a quick summary of the process:

 1. I start out by heating up 27 liters of water in the boil kettle to 72 degrees celsius (161F)
 2. I put the grain bag in the boil kettle and add the grains, taking care to stir well to avoid any clumps in the mash
 3. By now the temperature should have dropped to 67-68°C (15-154F) so I put the lid on the kettle and cover the kettle with towels to keep the temperature stable for the next 60 minutes. This process is called mashing and it is very important to keep the temperature stable.
 4. After 60 minutes I uncover the kettle, raise the bag off the heating elements and raise the heat to 77°C (170F) for 10 minutes
 5. After 10 minutes at 77°C (170F) I hoist the bag up and drain the remaining liquid from the grains. I use the time while liquid slowly drips from the grains to turn on both heating elements.
 6. When most of the liquid has drained from the grains I throw the grains away*.
 7. When the liquid (wort) has reached boiling I disconnect one heating element as one is enough to keep a vigorous boil. I boil for 60-90 minutes depending on recipe and add hops and other additions as the recipe states.
 8. After the 60-90 minute boil I stop the boil, put a sanitized lid on the boil kettle
 9. After about 24 hours the wort has cooled down to 20-22°C (68-72F) and I pour everything except the sludge on the bottom of the boil kettle into a sanitized fermentation bucket. Some splashing is encouraged here, as it will oxygenate the wort and help the yeast get started. I take a sample of the wort and measure it with a hydrometer.
 10. I add the yeast to the fermentation bucket, put the lid on and the airlock into the hole on the lid.
 11. After about 10 days the fermentation is finished and the beer is ready for bottling (which I’ll describe in another article)

* You can also make bread, dog treats or feed the spent grains to animals.

It is extremely important that everything that touches the beer after boil is properly sanitized and cleaned!

This is the short version of how a typical brew day using BIAB goes. If someone wants I can translate the full document to English and post here. I realize that some people will disagree with some of the processes described here (no chill, no sparge etc) but this is a great, simple way to get started with all grain brewing, and these techniques can be extended and improved upon with more equipment after a few batches. This will make a perfectly good beer that can stand comparison to beers brewed with equipment costing many times more.

I hope this article has proved useful for someone, and if you have any questions the please comment and ask away!