Archive for November, 2014|Monthly archive page

Hreinsiefni – Hver er munurinn??

Thursday, November 6th, 2014

Eins og margir póstar hérna á blogginu þá er þessi til kominn vegna þess að ég er oft spurður af sömu spurningunni. Það er því tilvalið að skrifa niður nokkra punkta.

Á brew.is er ég að selja 4 mismunandi hreinsiefni. Þau eru öll mismunandi og henta fyrir mismunandi hluti. Það má skipta efnunum í tvo megin flokka;  sótthreinsiefni og hreinsiefni.

Sótthreinsiefni eru gríðarlega góð í því að drepa lang flesta gerla og bakteríur sem maður rekst á í brugginu. Þau eru hinsvegar ekki góð í að leysa upp óhreinindi og virka best á hluti og fleti sem eru þegar hreinir. Í þessum flokki eru joðófór og star san. Þau eru þægileg vegna þess að það þarf ekki að skola eftir notkun, þó það séu einhverjir dropar af blönduðu efni í t.d. flöskum þá er í góðu lagi að fylla á þær samt.

Hreinsiefni eru hinn flokkurinn, en í honum eru klórsóti (IP-5) og PBW. Þau leysa upp allskonar erfið óhreinindi og lífrænar leyfar. Þau hafa þó þann ókost að það þarf að skola vel eftir notkun á þeim til þess að fá ekki óæskileg efni og bragð í bjórinn.

Förum létt yfir hvert efni fyrir sig. Hvað ætli séu kostir og gallar hvers efnis og af hverju þarf að vera svona mikið úrval til að flækja málin?

Glyserín Joðófór – Joð

Joð er sótthreinsiefni sem er ódýrt, öruggt og hefur verið notað af bruggurum í langan tíma. Það þarf ótrúlega lítið magn af efninu, eða um 1ml á lítra til þess að gera sótthreinsilausn sem drepur lang flesta gerla á 30 sekúndum. Það sem fer helst í taugarnar á fólki með joðið er að það litar öll plast áhöld sem það kemst í snertingu við brún. Til dæmis gerjunarfötur. Liturinn er þó ekki slæmur, hann hefur engin áhrif á bragð eða endingu.

Snertitími: 30 sekúndur

Geymsluþol eftir blöndun: Lítið. Verður að nota strax

Star San

Star San virkar næstum nákvæmlega eins og joðið. Það sem skilur efnin aðallega að er að star san freyðir betur og liggur því oft betur á lóðréttum flötum. Einnig litar star san plast áhöld ekki og það geymist lengi eftir að það hefur verið blandað. Það er þægilegt vegna þess að þá er hægt að geyma t.d. spreybrúsa með starsan blöndu og nota þegar maður þarf að sótthreinsa eitthvað smotterí, til dæms sykurflotvog þegar það á að taka mælisýni.

Helsti ókostur star san er að það kostar töluvert meira en joð. Það er þó ekki jafn slæmt og það sýnist í fyrstu því vegna geymsluþolsins má færa rök fyrir því að star san brúsi geti enst mun lengur en joðbrúsi.

Snertitími: 30sek

Geymsluþol eftir blöndun: 4-6 vikur.

IP-5 Alfa Gamma – Klórsóti

Klórsóti er í raun bara klór í þurru formi. Hann er sérstaklega duglegur að leysa upp lífrænar leifar og virkar sérstaklega vel þegar hann er notaður með heitu vatni. Klór er ætandi og því er mikilvægt að láta málm hluti ekki liggja í klórsóta nema í örstutta stund. Ég mæli ekki með því að nota klórsóta til þess að þrífa t.d. kúta og fleira úr stáli. En hann hentar mjög vel til að leysa t.d. upp þornaða drullu í bjórflöskum.

Powdered Brewery Wash – PBW

PBW er efni sem var hannað í samstarfi við Coors af 5 star chemicals. Það er sérhannað fyrir notkun í brugghúsum og vinnur sérstaklega vel á öllum óhreinindum sem koma upp þar. Það fer vel með alla málma og má láta liggja á t.d. kútum, pottum og hitaelementum, jafnvel yfir nótt. Það er einnig hættulaust umhverfinu og þægilegt í meðhöndlun. Ókosturinn við það er að það er töluvert dýrara en klórsótinn.

 

Þessi stutti pistill verður vonandi einhverjum að gagni. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar þá endilega kommentaðu hérna fyrir neðan. Það væri líka gaman að heyra ef þú hefur einhverjar uppástungur um hvað ég ætti að skrifa um næst?

Wyeast blautgerspöntun, nóvember 2014

Wednesday, November 5th, 2014

wyeast

Nú stendur til að panta aftur blautger frá Wyeast.

Fyrirkomulagið er eins og venjulega:

  • 1500kr pakkinn
    • 2000kr ef bakteríur (brett, lacto, pedio)
  • 6 pakkar á 7500kr – Einn pakki frír

Skiladagur pantana er 16. nóvember. Gerið er svo væntanlegt til mín 27. nóvember.

Greiðslur óskast á reikning brew.is:  0372-13-112408, kt 580906-0600. Kvittun á brew@brew.is úr netbanka og sendið mér svo póst á brew@brew.is með hvaða gerla þið viljið.

Hér er listi yfir gerla sem eru í boði.

Ef þig vantar hugmyndir þá eru þessir alltaf vinsælir:

3787 eða 1214 ef þig langar að gera belgískan

3068 ef þig langar í klassískan þýskan hveitibjór – Þetta er gerið frá Weihenstephaner

1056 fyrir IPA, APA og fleiri stíla sem krefjast “clean” gerjunar

1968 fyrir bittera og fleira – Fullers ger

2124 fyrir allskonar pilsnera – lager ger

Svo er auðvitað margt fleira í boði, tilvalið að skoða og finna sér einhvern spennandi stíl til að brugga!

 

Hér eru þau platinum strains sem eru í boði núna:

Wyeast 1217-PC West Coast IPA™
Beer Styles: American IPA, Imperial IPA, American Pale Ale, American brown ale, Red Ales, Scottish Ales
Profile: This strain is ideally suited to the production of west-coast style American craft beers, especially pale, IPA, red, and specialties. Thorough attenuation, temp tolerance, and good flocculation make this an easy strain to work with. Flavor is balanced neutral with mild ester formation at warmer temps, allowing hops, character malts, and flavorings to show through.

 

Alc. Tolerance          10% ABV
Flocculation             med-high
Attenuation             73-80%
Temp. Range           62-74°F (17-23°C)
Wyeast 3655-PC Belgian Schelde Ale™
Beer Styles: Belgian Pale Ale, Belgian Specialty Ale, Belgian Dubbel and Tripel, Belgian Strong Golden and Dark Ales, Belgian Blonde Ale, Flanders Brown/Oud Bruin
Profile: From the East Flanders – Antwerpen region of Belgium, this unique top fermenting yeast produces complex, classic Belgian aromas and flavors that meld well with premium quality pale and crystal malts. Well rounded and smooth textures are exhibited with a full bodied malty profile and mouthfeel.
Alc. Tolerance            11% ABV
Flocculation               medium
Attenuation                73-77%
Temp. Range              62-74°F (17-23°C)
Wyeast 3726-PC Farmhouse Ale™
Beer Styles: Saison, Biere de Garde, Belgian Blonde Ale, Belgian Pale Ale, Belgian Golden Strong Ale
Profile: This strain produces complex esters balanced with earthy/spicy notes. Slightly tart and dry with a peppery finish. A perfect strain for farmhouse ales and saisons.
Alc. Tolerance           12% ABV
Flocculation              medium
Attenuation               74-79%
Temp. Range             70-84°F (21-29°C)