Archive for April, 2014|Monthly archive page

Pliny the Elder 2.0

Tuesday, April 22nd, 2014

Pliny 2.0

Pliny the Elder sem ég bruggaði fyrir um 2 árum er einn af bestu bjórum sem ég hef bruggað, amk í minningunni. Þegar 2013 uppskera af amerískum humlum datt í hús hjá mér þá fannst mér gráupplagt að láta reyna á pliny aftur, í þetta skipti með uppskrift frá bertus brewery.

Fyrir forvitna þá er Pliny the Elder með allra bestu Double/Imperial IPA í heimi, skv bæði ratebeer og beeradvocate. Mig hefur lengi langað til að smakka hann, en það er ekki alveg gengið að því að nálgast flösku af bjórnum, sérstaklega hér á klakanum þannig að klónin verða bara að duga mér þangað til að ég fer í heimsókn til Russian River brugghússins í Kaliforníu sem bruggar Pliny.

Ég notaði gamalt humla extract sem ég átti í staðinn fyrir warrior humlana til þess að minnka humladrulluna aðeins. Hún er alveg næg fyrir því það fer jú slatti af humlum í þennan bjór.

Ég þurrhumlaði í rúma viku í gerjunarfötu, fleytti svo af henni á kút þar sem ég setti seinni þurrhumlunar skammtinn. Ég smakkaði bjórinn flatan eftir tæpa viku í kút og þá var hann næstum alveg flatur og mjög skýjaður vegna humlanna. Hop haze fer svo til baka eftir 1-2 vikur og þá ætti bjórinn að vera orðinn kolsýrður og nokkuð tær. Þrátt fyrir þetta þá er hann frábær í nefi og lofar mjög góðu. Ég get klárlega mælt með þessari uppskrift.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 63,60 l
Post Boil Volume: 53,37 l
Batch Size (fermenter): 45,00 l  
Bottling Volume: 42,20 l
Estimated OG: 1,072 SG
Estimated Color: 7,2 SRM
Estimated IBU: 96,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 80,7 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
12,70 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    89,6 %    
0,51 kg        CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      Grain     2    3,6 %     
0,28 kg        Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)   Grain     3    2,0 %     
0,68 kg        Corn Sugar (Dextrose) (0,0 SRM)     Sugar     4    4,8 %     
80,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 90,0 min    Hop      5    58,8 IBUs   
20,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 45,0 min    Hop      6    12,6 IBUs   
56,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 30,0 min     Hop      7    25,5 IBUs   
2,00 Items      Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)    Fining    8    -       
155,9 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 0,0 min     Hop      9    0,0 IBUs   
56,0 g        Centennial [10,30 %] - Boil 0,0 min   Hop      10    0,0 IBUs   
70,9 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      11    0,0 IBUs   
42,5 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 13,0 Days Hop      12    0,0 IBUs   
42,5 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 13,0 Days   Hop      13    0,0 IBUs   
28,0 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      14    0,0 IBUs   
28,0 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 6,0 Days   Hop      15    0,0 IBUs   
14,0 g        Amarillo Gold [8,50 %] - Dry Hop 6,0 Day Hop      16    0,0 IBUs   
14,0 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 6,0 Days Hop      17    0,0 IBUs

Bragð

Ég er mjög ánægður með þennan, núna er liðinn rúmur mánuður síðan ég bruggaði hann, humlarnir farnir að jafnast út og bjórinn orðinn tær. Það er hugsanlegt að ég myndi vilja breyta humlunum eitthvað smávegis, t.d. setja eitthvað í kringum 5-10mín. Ég veit ekki hvort hann líkist Pliny því ég hef aldrei smakkað originalinn, en góður er hann allavega. Mjög “drinkable” þrátt fyrir frekar hátt áfengishlutfall, sem maður finnur fyrir eftir eitt stórt glas. Bjórinn er örlítið sætur með miklu humla bragði og lykt augljóslega. Mikill karakter frá Amarillo og Simcoe en það fer eitthvað minna fyrir Columbus og Centennial. Heilt yfir mjög vel heppnaður og ég mun klárlega gera einhverja útgáfu af honum aftur, kannski í haust. Nú er farið að vora (örlítið) og þá fer maður óhjákvæmilega að hugsa til léttari bjóra. Fljótlega mun ég t.d. pósta um Saison sem ég bruggaði nýverið og er að klára gerjun.

HoldRIS – Russian Imperial Stout

Tuesday, April 8th, 2014

Það hefur staðið til í svolítinn tíma að brugga Russian Imperial Stout. Ég á dýrindis madgaskar bourbon vanillubaunir sem ég er sannfærður um að geri góða hluti í stout. Ég stökk því til eitt kvöldið og sló nokkrar flugur af brugg bucket listanum í einu höggi:

 • Brugga RIS yfir 1.100
 • Nota vanillubaunirnar fínu
 • Gera lítið batch á hellunum í eldhúsinu

Þetta er semsagt 10 lítra batch sem ég bruggaði í 16 lítra potti á helluborðinu í eldhúsinu. Það hefur staðið til í svolítinn tíma að gera minni lagnir fyrir prufur og bjór sem ég nenni kannski ekki að gera 20+ lítra af. Ég er með spanhellur í eldhúsinu þannig að ég lenti ekki í neinum vandræðum með að ná góðri suðu. Boiloff var töluvert minna en ég er vanur, þannig að ég endaði með mikið meira af virt en upphaflegu plönin voru, en það kom eiginlega ekki að sök því nýtnin var umtalsvert meiri en ég er vanur. Ég fékk 13,3 lítra af 1.096 virti, sem þýðir uþb 88% nýtni. Ég verð þá bara að komast yfir 1.100 í næstu bruggun.

Ferlið

Eins og kom fram þá var þessi lögn gerð í 16 lítra potti. Ég saumaði passlegan poka fyrir pottinn, malaði kornið frekar fínt. Setti kornið í og meskjaði við 66°C í 60mín. Ég einangraði pottinn lauslega með handklæði, hrærði reglulega og var með hellurnar í lægstu stillingu megnið af tímanum. Mashout gerði ég svo með því að setja 1.5 lítra af sjóðandi vatni (fullur hraðsuðuketill) út í pottinn, sem dugði til að koma hitanum eitthvað upp fyrir 70°C. Svo var það bara suða eins og venjulega. Þegar hún var búin setti ég pottinn út á svalir og leyfði virtinum að kólna yfir nótt. Mér þótti það ekkert tiltökumál í þessu tilfelli vegna þess að humlar eru í aukahlutverki í þessum bjór og það angrar mig ekkert þó hann verði eitthvað skýjaður. Maður á ekkert að sjá í gegnum hann hvort sem er.

Eftir kælingu fékk virtinn góðan slurk af súrefni áður en ég bætti gerinu við. Ég gerjaði bjórinn svo við herbergishita með tveimur hylkjum af WLP090 San Diego Super geri frá White Labs. Gerjunarkælirinn var í notkun og stundum nennir maður ekki að flækja hlutina. Eftir 6 daga í gerjun var bjórinn kominn niður í 1.026 og þá fór hann í gerjunarkælinn við 19.5°C. Sýnið sem ég tók á þessum tímapunkti bragðaðist mjög vel og á klárlega ekki eftir að versna með tímanum. Eftir 2 vikur í gerjun flutti ég hann yfir í 10 lítra corny kút og setti vanillubaun með. Þar fær hann að dúsa í einhvern tíma þangað til að ég nenni að setja bjórinn á flöskur.

Niðurstaða

Ég hef venjulega ekki verið mikill talsmaður fyrir svona minni laganir vegna þess að þær eru jafn mikil vinna og stærri laganir. En í einhverjum tilfellum getur þetta verið hentugt, sérstaklega ef maður tekur shortcut hér og þar eins og ég gerði. Þrifin eru líka ögn einfaldari þegar öll áhöld passa í eldhúsvaskinn. Ég á klárlega eftir að gera þetta aftur, en ég hugsa að ég haldi mig við þá svona stóra bjóra og aðrar tilraunir sem mig langar kannski ekki að eiga mikið af.

Uppskrift

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 15,25 l
Post Boil Volume: 12,41 l
Batch Size (fermenter): 10,00 l  
Bottling Volume: 9,17 l
Estimated OG: 1,101 SG
Estimated Color: 33,7 SRM
Estimated IBU: 72,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 83,5 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
3,82 kg        Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    82,1 %    
0,40 kg        Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)      Grain     2    8,6 %     
0,10 kg        Carafa Special I (Weyermann) (320,0 SRM) Grain     3    2,1 %     
0,10 kg        Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain     4    2,1 %     
0,09 kg        Special B Malt (180,0 SRM)        Grain     5    1,9 %     
0,08 kg        Carafa Special III (Weyermann) (470,0 SR Grain     6    1,7 %     
0,07 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     7    1,4 %     
25,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 60,0 min    Hop      8    61,1 IBUs   
9,0 g         Warrior [15,00 %] - Boil 15,0 min    Hop      9    10,9 IBUs

Wyeast gerpöntun, apríl 2014

Monday, April 7th, 2014

wyeast

Nú stendur til að panta aftur blautger frá Wyeast.

Fyrirkomulagið er eins og venjulega:

 • 1500kr pakkinn
  • 2000kr ef bakteríur
 • 6 pakkar á 7500kr – Einn pakki frír

Skiladagur pantana er 14. apríl, fyrir hádegi. Gerið er svo væntanlegt til mín 24. apríl, nema páskarnir þvælist eitthvað þar fyrir.

Greiðslur óskast á reikning brew.is:  0372-13-112408, kt 580906-0600. Kvittun á brew@brew.is úr netbanka og sendið mér svo póst á brew@brew.is með hvaða gerla þið viljið.

Hér er listi yfir gerla sem eru í boði.

Ef þig vantar hugmyndir þá eru þessir alltaf vinsælir:

3787 ef þig langar að gera belgískan

3068 ef þig langar í hressandi hveitibjór fyrir sumarið – Þetta er gerið frá Weihenstephaner

1056 fyrir IPA, APA og fleiri stíla sem krefjast “clean” gerjunar

1968 fyrir bittera og fleira – Fullers ger

2124 fyrir allskonar pilsnera – lager ger

Svo er auðvitað margt fleira í boði, tilvalið að skoða og finna sér einhvern spennandi stíl til að brugga!