Archive for March, 2014|Monthly archive page

Algengar spurningar frá nýjum bruggurum

Wednesday, March 12th, 2014

Hér eru nokkrar spurningar sem ég heyri reglulega frá nýjum bruggurum. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi og svörin höfð í styttra lagi. Ég mun uppfæra þennan lista ef mér dettur eitthvað nýtt í hug sem er oft spurt út í.

Hvernig losna ég við botnfall í flöskunum?

Botnfallið í flöskunum er að mestu leyti ger. Þegar maður setur sykurinn í flöskurnar til að fá kolsýru í bjórinn, þá byrjar gerið á því að fjölga sér, étur svo sykurinn og býr til kolsýru og (örlítið) áfengi. Ef maður vill sleppa 100% við botnfall þá þarf maður að hafa leið til að kolsýra bjórinn áður en hann fer í flöskurnar, til dæmis í bjórkút og setja kolsýru af þrýstikút á bjórinn. Og nei, sodastream virkar ekki sérstaklega vel 🙂

Hvað tekur langan tíma að búa til bjór?

Í fyrstu skiptin er gott að gera ráð fyrir 5-6 klukkustundum í að gera bjórinn, með þrifum og undirbúningi. Þegar menn eru komnir upp á lagið með að gera bjór þá getur það tekið allt niður í 3 tíma. Svo tekur gerjunin 10-20 daga og átöppun á 20 lítrum af bjór á flöskur getur tekið um 2 tíma.

Geta allir búið til bjór?

Það geta allir búið til bjór. Svo einfalt er það. Sumir fara “all in” og pæla í uppskriftum, lesa sér til um hitt og þetta á meðan aðrir ná sér í grunnþekkingu og brugga svo alltaf sömu eða svipaða uppskrift. Maður þarf ekki að vera heltekinn af bjór og bjórgerð til að gera góðan bjór.

Hvernig bjór á ég að gera fyrst?

Ég mæli alltaf með Bee Cave sem fyrstu lögn. Ljós, léttur og þægilegur bjór sem er samt nóg bragð af til að skýla yfir byrjendamistök sem geta komið upp í fyrstu lögn.

Skemmist bjórinn?

Bjór skemmist í raun aldrei ef hreinlætið við framleiðslu hans var í lagi. En flestir bjórar byrja að dala í bragðgæðum eftir um 6 mánuði á flöskum.

Hvernig sía ég bjórinn?

Það eru til græjur til að sía bjór en þær eru mjög ópraktískar fyrir heimabruggara og ýmis vandamál sem tengjast þeim. Ég veit ekki um einn heimabruggara sem síar bjórinn sinn.

Get ég búið til x bjór?

Það er hægt að gera alla bjóra heimafyrir. Það er kosturinn við bjórgerð, að maður hefur aðgang að nákvæmlega sömu hráefnum og brugghúsin. Eina vandamálið er að finna uppskriftina, og það getur tekið nokkrar tilraunir að negla uppskrift ef maður er að gera bjór eftir fyrirmynd.

Hvað get ég gert sterkan bjór? Hvernig geri ég hann sterkari?

Sky is the limit. Menn eru sjaldan að fara mikið yfir 10%, en það er þó ekkert sem mælir gegn því. Ger þolir allt að 18%, en það þarf oft töluverða hjálp til að komast svo hátt í áfengismagni. Meiri sykur = meira áfengi. Megnið af sykri kemur úr korninu, en oft er notað eitthvað smávegis af hvítum sykri þegar stórir bjórar eru bruggaðir.

Er erfitt að gera lager bjór?

Það er ekki erfitt, en það krefst auka tækjakosts. Maður þarf aðstöðu til að gera bjórinn við 8-12 gráður (eftir gerli), og geta svo lagerað bjórinn, í gerjunarílátinu við ca 1°C.

Ég er með ofnæmi fyrir glúteini, get ég gert bjór og drukkið?

Það er glútein í byggi, og því getur verið erfitt að gera alveg glúteinlausan bjór. Gerið getur dregið í sig mikið af glúteininu, þannig að ef maður er bara með “smá” ofnæmi þá getur vel verið að maður geti drukkið heimabrugg. Ég mæli þó ekki með því það er mjög misjafnt hvernig þetta fer í menn (og konur).

Bleyta upp í þurrgeri

Wednesday, March 5th, 2014

Það er algjör snilld að nota þurrger. Bara opna pakkann, hella í virtinn og voila, gerjun byrjar eftir 10-20 klst!

En það er til betri leið. Það borgar sig að bleyta alltaf upp í gerinu í 20-30°C vatni áður en maður setur það í virtinn. Þannig hjálpar maður heilbrigðri gerjun af stað.

Hvers vegna?

Áður en þurrger getur hafist handa við að gerja ljúffenga virtinn sem þú stritaðir við að gera, þá þurfa gerlarnir að taka í sig vatn til að vakna. Í virti er nóg af vatni, en þar er einnig sykur og fleiri efni, t.d. frá humlunum. Þegar gerillinn er að vakna, þá setja slík aukaefni mikið álag á gerilinn, sem gerir það að verkum að einhver hluti af gerlunum drepst eða veikist. Þess vegna er betra að nota hreint vatn til að bleyta upp í gerinu.

Í einum 11.5gr pakka af þurrgeri eru um 180-200 milljarðar ger fruma. Þær týna eitthvað tölunni eftir því sem pakkinn er eldri, eða um 5% á ári ef pakkinn er geymdur í kæli og 10-15% á ári ef hann er geymdur við herbergishita. Því getur það munað töluverðu þegar maður setur gerið í virtinn hvort maður sé að setja 100 milljarða fruma, eða 150 milljarða fruma. Einnig getur heilsa gerilsins verið umtalsvert betri þegar hann hefur verið vakinn í hreinu, volgu vatni eða í “köldum”, sykruðum og humluðum virtinum. Þá getur gerið verið fljótara að hefjast handa.

Það eru margir sem hafa aldrei bleytt upp í gerinu og aldrei fundið neinn mun á, ég þar með talinn. En það skaðar aldrei að vera góður við gerilinn, því það er jú hann sem gerir bjórinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt í sterkari bjóra sem gerið á erfiðara með. Hraustur gerill gerir góðan bjór.

Hvernig?

Þetta er ofur einfalt, og hægt að gera í örfáum skrefum og bætir afar lítilli vinnu við bruggdaginn.

Það sem þú þarft er sótthreinsuð sultukrukka með loki, volgt vatn og gerið. Ég sótthreinsa krukkuna og lokið alltaf í joðblöndu og nota svo upphitað kalt vatn. Vatnið þarf að vera 20-30°C, uþb 100-150ml. Vatnið er sett í krukkuna, gerið sett í og svo er þetta látið vera í 15mín. Eftir þessar 15mín er má hrista upp í og hella svo í kældan virtinn. Það er mikilvægt að hitastigið í virtinum og gerinu sé svipað til að sjokkera ekki gerið.

Bleytum upp í þurrgeri, myndasería

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.

Ger í krukku

Ger í krukku

Ger í krukkuna

Ger í krukkuna

Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið

Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið

Gerið eftir 15mín í krukkunni

Gerið eftir 15mín í krukkunni

Búið að hrista

Búið að hrista

Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því

Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því

Gerið sett í virtinn

Gerið sett í virtinn