Archive for January, 2014|Monthly archive page

Gerpöntun – Febrúar 2014

Wednesday, January 29th, 2014

White-Labs-Yeast

Nú stendur til að endurtaka blautgerspöntun. En til þess að hræra aðeins upp í hlutunum þá er stefnan sett á að panta ger frá White Labs í staðinn fyrir Wyeast í þetta skiptið.

Verð per vial er 1500kr, eða 7500kr fyrir 6stk (6 á verði 5)

Fyrirkomulagið verður eins og venjulega:
1. Þú pantar ger með því að senda mér póst á brew@brew.is með hvaða strain þú vilt.
2. Þú borgar fyrir gerið með millifærslu á 0372-13-112408, kt 580906-0600 og sendir greiðslukvittun á brew@brew.is úr netbankanum
3. Þú sækir gerið þegar það kemur, sennilega 13 febrúar.

Seinasti séns til að senda inn pöntun er 3. febrúar! (rétt eftir útborgun)

Hér má sjá hvaða ger White Labs bjóða upp á:
http://www.whitelabs.com/beer/homebrew/listings

Smáa letrið: Það þarf ákveðinn fjölda af pökkum til að sendingin gangi upp. Ef hann næst ekki þá verður hætt við pöntunina og endurgreitt eða henni frestað um nokkra daga.

Hér er svo hægt að sjá samanburð á geri milli Wyeast og White Labs.

Ef einhverjum vantar hugmyndir, þá er hérna það sem ég er að hugsa um að panta fyrir sjálfan mig, og hvað ég ætla að brugga með gerinu:

WLP001 California Ale. Frábært alhliða ger, gerjar frekar “clean” og hentar í marga bjórstíla.

WLP007 Dry English Ale. Margir vilja meina að þetta sé enn betra en Wyeast útgáfan. Mörg brugghús nota þetta í  IPA, ég hugsa að ég prófi það.

WLP029 German Kölsch – Ég er búinn að vera að lesa um þetta gera í IPA, einhverjir sem sverja að það sé frábært og kjósi það fram yfir 001. Mjög clean og hleypir humlum og malti vel fram. Ég ætla að láta reyna á það, gerja við 16°C.

WLP002 English Ale. Ég gerði bitter í september sem er sennilega fyrsti bjórinn sem ég geri sem konan mín er hrifin af. Ég stefni á að gera eitthvað í svipaða átt með þessu geri.

WLP099 Super High Gravity Ale. Mig hefur lengi langað að gera asnalega sterkan bjór, 15% eða jafnvel meira. Ef ég læt verða af því þá nota ég sennilega WLP001 til að starta bjórnum, en WLP099 eða WLP090 til að klára gerjunina.

WLP300 Hefeweizen Ale. Nú fer sumarið að “nálgast” og þá langar manni kannski í einhvern hveitibjór. Þá er þetta ger málið, sambærilega WY3068, Weihestephaner strainið. Hugsanlega skipti ég um skoðun og nota frekar WLP630 og geri Berliner Weisse.

WLP644 / WLP650 Brettanomyces. Nú er sennilega öllum ljóst að ég er óður í allskonar IPA. Þá er ekki úr vegi að henda í svosem einn Brett gerjaðan IPA. Eða hvað? Læt sennilega reyna á WLP644 í þessa tilraun.

WLP655 Belgian Sour Mix I. Aldrei að vita nema maður hendi í eitthvað súrt öl. Það er búið að vera lengi á todo listanum og það stóð alltaf ti lað gera það amk einu sinni á ári. Það plan hefur ekki gengið eftir, 2 ár síðan ég gerði eitthvað funky/súrt síðast.

WLP670 American Farmhouse Blend. Þessi kemur líka sterklega til greina í einhverja tilraunastarfsemi.

WLP720 Sweet Mead/Wine. Mjöðurinn sem ég bruggaði fyrir nokkrum mánuðum er að koma mjög vel út. Kannski ætti ég að henda í aðra lögn af honum?

WLP775 English Cider. Eplavínið sem ég gerði úr safanum sem fæst í Kosti er líka að koma vel úr gerjun. Kannski endurtaka það líka?

Svo er auðvitað hellingur af öðru spennandi í boði, t.d. viskí strain, allskonar lagerger, vínger og fleira.

Svo mikið sem manni langar að brugga, svo lítill tími.

Kútapöntun 2014

Wednesday, January 29th, 2014

2013-07-30 11.22.54 (Small)Nú stendur til að panta kúta frá AEB kegs, rétt eins og í fyrra.

Verðið á 5 gallona (~20 lítra) kút er 17.000kr og greiðist fyrirfram á bankareikning brew.is:
0372-13-112408
kt 580906-0600

Greiðslustaðfesting óskast úr netbanka á brew@brew.is.

Tímalína:
28. Janúar: Kútapöntun byrjar
18. Febrúar: Kútapöntun lokar og allir kútar verða að vera greiddir.
4-11. Mars: Kútar koma af framleiðslulínu AEB
1-14. Apríl: Kútar komnir til Íslands og afhentir

Athugið að þessar tímasetningar geta breyst eitthvað, en stefnan er að kútarnir komi til landsins í Apríl.

Einnig stendur til að panta alla aukahluti fyrir kúta, en það verður ekki gert fyrr en í mars. Nánari upplýsingar á blogginu þegar nær dregur.

Ég mun taka einhverja kúta aukalega umfram forpantanir. Þeir verða seldir á hærra verði en í forpöntuninni.

Algengar spurningar

1. Hvað vil ég marga kúta?
Það er venjulega þægilegt að vera með <fjöldi krana> + einn kút. t.d. ef maður ætlar að vera með 2 krana á/í ísskápnum að eiga 3 kúta.
Þá getur maður verið með 2 krana í gangi, og einn lausan kút til að fylla á eftir gerjun og leyfa bjórnum að þroskast áður en maður tengir hann við krana.

2. Hvað kostar heildar pakkinn, með öllum græjum?
Ef við gerum ráð fyrir 2 kútum, 2 krönum og öllum fylgihlutum þá getur dæmið litið ca svona út:

34.000kr 2x Corny kútar
22.000kr CO2 kútur
12.000kr CO2 þrýstijafnari
5.000kr 2x Sett hraðtengi (disconnects)
1.000kr Slöngur og hosuklemmur
1.000kr plastkranar eða 5-15.000kr fyrir krana á ísskáp

3. Þarf ég ísskáp fyrir kúta?
Það er hægt að komast af án ísskáps en það er drep leiðinlegt. Ég mæli sterklega með að finna gamlan ísskáp t.d. á bland.is. Ef þú hefur ekki pláss fyrir ísskáp þá er hæpið að þú hafir pláss fyrir kúta.

4. Hvernig virkar þetta kútadót?
Á næstu dögum og vikum mun ég skrifa nokkra pistla um hvernig maður kemur kútum í gagnið, hvernig viðhaldið er á þeim o.s.frv. Það er ekkert mál að setja bjór á kúta og getur verið töluverður vinnusparnaður í þrifum og viðhaldi borið saman við flöskur.

Simcoe Pale Ale

Tuesday, January 28th, 2014

Ég bruggaði einn “léttan” pale ale í seinustu viku. Fyrirvarinn var lítill og ég var ekki með tilbúna uppskrift. Gunnar Óli benti mér á þessa og ég sló til. Simcoe veldur manni aldrei vonbrigðum.

Þessi uppskrift er ekki með neinni 60mín humlaviðbót og því eru simcoe áberandi í nefi og bragði. Beiskjan kemur öll úr þessum seinu humlaviðbótum og því er töluvert meira af humlum í þessari uppskrift en menn eru vanir miðað við IBU töluna. 280gr af Simcoe í 40 lítra lögn.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,060 SG
Estimated Color: 8,4 SRM
Estimated IBU: 47,8 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 81,1 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
9,00 kg        Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    82,6 %    
1,50 kg        Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)      Grain     2    13,8 %    
0,40 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     3    3,7 %     
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 20,0 min     Hop      4    17,0 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 15,0 min     Hop      5    13,9 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 10,0 min     Hop      6    10,1 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 5,0 min     Hop      7    5,6 IBUs   
40,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 1,0 min     Hop      8    1,2 IBUs   
65,0 g        Simcoe [12,90 %] - Aroma Steep 0,0 min  Hop      9    0,0 IBUs   
2,0 pkg        American Ale (Wyeast Labs #1056) [124,21 Yeast     10    -       
80,0 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 0,0 Days   Hop      11    0,0 IBUs   

Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 10,90 kg

Notes:
------
Bruggað 23 Janúar. Gleymdi að taka OG en Pre boil var um 10.5 plato þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Sennilega ögn léttari en upphaflega var planað.

þetta er 40 lítra lögn en það er lítið að deila með tveimur og fá þannig 20 lítra batch.

Verð fyrir þessa uppskrift hjá mér er 5500kr miðað við að nota US-05 ger og 20 lítra lögn.

Vivien Leigh – IPA

Wednesday, January 8th, 2014

Loksins að brugga fyrir sjálfan mig, ekki veislu vina og vandamanna. Ég er búinn að vera spenntur fyrir galaxy síðan ég fékk þá fyrst í hendurnar fyrir nokkrum vikum, þannig að ég ákvað að gera single hop galaxy IPA. Bjórinn, eins og allir IPA sem ég geri fékk nafn á frægum einstaklingi með tengsl við Indland.Hér er uppskriftin.

Recipe: Vivien Leigh
Brewer: Hrafnkell
Style: American IPA
TYPE: All Grain

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,069 SG
Estimated Color: 7,7 SRM
Estimated IBU: 69,6 IBUs
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
10,00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    84,4 %    
0,70 kg        Vienna Malt (Weyermann) (3,0 SRM)    Grain     2    5,9 %     
0,35 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     3    3,0 %     
60,0 g        Galaxy [14,00 %] - First Wort 60,0 min  Hop      4    47,0 IBUs   
0,80 kg        Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)     Sugar     5    6,8 %     
60,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 10,0 min     Hop      6    15,5 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 5,0 min     Hop      7    7,1 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 0,0 min     Hop      8    0,0 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Dry Hop 0,0 Days   Hop      9    0,0 IBUs   

Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 11,85 kg

Notes:
------
Bruggað 7 jan 2014. Virtur lofar mjög góðu, tær og bragðgóður. Prófa galaxy humal í fyrsta skipti.

Bruggað með Óla og Ingó.

Bleytti upp í geri, OG 1067-ish, súrefni í ~30sek, gerjað við 17.5°C. Virtur var uþb 18°C þegar ger fór í.

Venjulega nota ég pale, munich og crystal í IPA, en ákvað að prófa Vienna í staðinn í þetta skiptið. Hvort það hafi teljanleg áhrif kemur í ljós seinna.

Ég ætlaði að nota Wyeast 1056 – American Ale, en gleymdi að taka pokana úr kælinum þannig að ég notaði bara us05 sem ég bleytti upp í áður en ég setti það í virtinn.

Eins og kemur fram í beersmith paste-inu hérna fyrir ofan þá lofar þessi mjög góðu. Mælisýnið bragðaðist vel, var tært og frekar ljós IPA. Ég geri ráð fyrir að þurrhumla eftir um viku, og hugsanlega keg-humla líka. Það er fátt betra en að eiga góðan IPA á krana.