Ég hef gert nokkrar eplasíder tilraunir í gegnum tíðina. Til dæmis Edwort Apfelwein-ið af homebrewtalk. Það bragðaðist afleitlega, sem ég kenndi aðallega sykrinum um. Það sem sykurinn gerir er að hann þynnir eplasafann og eplabragðið, og niðurstaðan verður mjög “harsh” og “boozy”. Afar lítið eplabragð og eftir litlu að sækjast, finnst mér. Margir aðrir hafa bruggað og verið ánægðir með, en ég var alls ekki sáttur við mína niðurstöðu.
Nú eru allnokkur ár liðin frá síðustu sídertilraun hjá mér. Ég datt niður á eplaþykkni frá rynkeby hjá einni heildsölu hér í bænum. Við nánari skoðun kom í ljós að það eru engin viðbætt efni í því, bara gerilsneytt með því að leifturhita. Þetta er semsagt 100% eplasafi, sem hefur verið soðinn niður þannig að einn lítri af þykkni gerir 5 lítra af eplasafa. Ég hugsaði með mér að þarna gæti ég hugsanlega tikkað í allnokkur box sem ég hef viljað reyna að gera með síder.
- Gera eplavín/síder sem er yfir 5%
- Gera eplavín sem er ekki með viðbættum sykri
- Gera eplavín úr hráefni sem er auðvelt að nálgast
Ég splæsti í kassa af þessu þykkni, 12 fernur. Fyrsta verk var að finna út eðlisþyngdina á því. Fyrsta mæling var með þykknið óþynnt, og þá kom í ljós að sykurmælirinn mælir ekki alveg svo hátt. Ég þynnti það því 50/50 með vatni og fékk út að eðlisþyngdin á því óblönduðu er um 1.240. Næs!
Tilraun 1
reikna? FG: 0.999, á 10 dögum. Frekar þurrt, en samt slatti eplabragð eftir. Ansi boozy, en bragðast fínt. Bara 10 daga gamalt, þannig að þetta hefur hellings potential. Sennilega um 16%, ef OG hefur verið í kringum 1.120. Kannski maður setji gerstopp í og svo smá þykkni til að sæta aftur og fá meiri epli í? Hver veit!
Tilraun 2
Pælingar
Mér finnst þetta hafa hellings potential, og það væri gaman að vinna aðeins meira með þetta. Til dæmis:
- Kolsýra. Ég er bara búinn að smakka sýni úr gerjunarílátunum. Mun gefa þessu 1-2 vikur í viðbót áður en ég set á flöskur eða kút.
- Sæta þetta eftirá – Setja gerstopp í og svo smávegis þykkni til að sæta. Kolsýra svo í kút og njóta. Einnig hægt að nota sætuefni eins og stevíu, sem hefur þann kost að það gerjast ekki og því hægt að eftirgerja í flösku til að fá kolsýru
- Aðrar viðbætur, t.d. ávextir eða annað til að poppa síderinn aðeins upp.
- Prófa enn léttari útgáfu, eða gera útgáfu úr góðum eplasafa og sæta hann svo bara með þykkninu.
- Prófa annað ger, t.d. nottingham eða jafnvel S-04. Gerjar kannski ekki jafn langt niður og skilur eftir meiri sætu. Einnig er London ESB frá Wyeast vinsælt í svona síder fikt. Ekki víst að þau myndu ráða við stóra bróðirinn samt.