Dry stout er dökkur, ristaður bjór sem er frekar lágur í áfengisprósentu og mjög auðdrekkanlegur. Semsagt stout sem maður getur fengið sér fleiri en eitt glas - ólíkt mörgum öðrum stoutum.
Þessi uppskrift er einföld ein ótrúlega gómsæt. Byggflögurnar gefa bjórnum ákveðið body eða áferð sem er silkimjúk og skemmtileg.
Svo er hægt að gera svolítið twist á þennan bjór með því að bæta við 1-2 vanillubaunum (stöngum) þegar það eru ca 5 mín eftir af suðunni og fá þá vanillufílíng í bjórinn. Það er gott að kljúfa vanillubaunirnar áður en þær fara í suðuna og extra gott ef þetta er bourbon vanilla sem er notuð.
Uppskrift
OG: 1.042
FG: 1.012
IBU: 36
SRM: 31
Korn
3kg Pale Ale
0.60kg Flaked Barley
0.40kg Roasted Barley
Humlar
40gr EKG @60mín
10gr EKG @15mín
Ger
Safale S-04 - Eða Wyeast 1084 Irish Ale er ennþá betra þegar það er til.