Allt sem þú þarft til að gera ekta Amerískan IPA (India Pale Ale).
Mikið humlabragð og lykt. Stórgóður bjór fyrir þá sem kunna að meta Ameríska humla.
Korn (Kornið er malað nema þú viljir það ekki)
5 kg Pale Ale malt
380 gr Munich I malt
160 gr CaraPils malt
160 gr CaraMunich II
Humlar
25 gr Centennial (60 mín)
40gr Centennial (20 mín)
68 gr Centennial (5 mín)
29 gr Centennial (þurrhumla 5-10 dögum fyrir átöppun)
Fermentis S-04 ger
Samtals 162 gr af humlum og 5,7 kg af korni.
Uppskriftin gefur uþb 20 lítra af 6.8% bjór. OG 1.068, FG 1.015-1.017. Meskihitastig 66-67°C
Athugið að þegar þú þurrhumlar þá er mikilvægt að mesta gerjun sé búin, eftir allavega 5-7 daga, má vera meira.