Brew.is blog
Ég hef fengið töluvert af spurningum um vatnsviðbætur og ákvað að reyna að útskýra einhverja fleiri punkta hérna í sambandi við það.
Hvernig finn ég út úr því hvaða byrjunargildi á vatninu ég á að nota?
Nú þú hefur samband við vatnsveituna þína og færð upplýsingar um efnasamsetningu neysluvatns. Ég fékk tölur frá 2010 frá Orkuveitunni sem er hægt að sækja hér. Það vill til að það er ekkert voðalega mikilvægt að þessar upplýsingar séu glænýjar, því vatnið breytist voðalega lítið yfir tíma.
Úr þessu skjali má finna Sýrustig, Klóríð (Cl), Súlfat (SO4), Kalsíum (Ca), Magnesíum (Mg) og Natríum (Na). Það sem vantar uppá til að fylla út EZ water er Bicarbonate eða Alkalinity, en það er einfalt að finna út úr því með smá excel tilfæringum í boði Braukaiser.
Hér er ég til dæmis búinn að finna út Bicarbonate fyrir mitt vatn skv ofangreindu skjali frá orkuveitunni. (Lokah. Árbæjarstíflu)
Ég fikraði mig bara í bicarb tölum þar til ion balance var komið í 0,0.
Og hér er það komið í EZ
Þessar mælingar eru gildar fyrir stóran part af Höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki viss hvar mörkin eru dregin þannig að það borgar sig að tala við vatnsveituna þína til að staðfesta hvaða mælingar eiga við hjá þér.
Það eru nokkur steinefni/sölt sem er algengast að nota. Þau ýmist hækka eða lækka pH gildið og breyta augljóslega eiginleikum vatnsins. Það er til dæmis oft talað um Klóríð / Súlfat hlutfall í uppskriftum. Í EZ er til dæmis talað um að Ca/SO4 hlutfall undir 0.77 auki fundna (perceived) beiskju, 0,77-1.3 sé í jafnvægi og að yfir 1.3 auki “maltiness”. Það eru þó töluvert misjafnar skoðanir á þessu og ekki úr vegi að lesa sér aðeins meira til um það ef menn hafa áhuga á.
Þar komum við að einum punktinum. Steinefnin gera meira en bara breyta pH gildi virtsins / Bjórsins. Þau breyta einnig áferð bjórsins og geta haft áhrif á það hvernig gerið vinnur.
Aðallega notaður til að hækka pH eða hækka Natríum magn í vatninu.
Inniheldur Kalsíum en getur verið erfitt að nota þar sem kalk leysist ekki alltaf jafnvel upp í vatninu og því erfitt að fá nákvæma tölu á áhrif þess á vatnið.
Ekki mjög algengt í bjórgerð. Kalk venjulega notað frekar ef það á að hækka pH.
Gifs er mjög algengt í bjórgerð. Það bætir Kalsíum og Súlfati í vatnið.
Kalsíum klórið er eins og gifs frekar algengt. Það bætir Kalsíum og Klóríði í vatnið.
Epsom salt er eina af “algengu” efnunum sem bætir Magnesíum í vatnið. Það er því oft notað einhverjum mæli, en þá getur þurft að nota önnur efni til þess að ná pH upp aftur ef það þarf að bæta miklu Magnesíum í bruggvatnið. Epsom salt er eina efnið sem er ekki til í brew.is eins og er. Það má þó oft finna í apótekum.
Að lokum er mjólkursýra eða súrmalt oft notað til að lækka pH í meskingu án þess að hafa áhrif á steinefnainnihald vatnsins.
City | Calcium (Ca+2) |
Magnesium (Mg+2) |
Bicarbonate (HCO3-1) |
SO4-2 | Na+1 | Cl-1 | Cl / SO4 | Beer Style |
Pilsen | 10 | 3 | 3 | 4 | 3 | 4 | 1,00 | Pilsener |
Dortmund | 225 | 40 | 220 | 120 | 60 | 60 | 0,50 | Export Lager |
Vienna | 163 | 68 | 243 | 216 | 8 | 39 | 0,18 | Vienna Lager |
Munich | 109 | 21 | 171 | 79 | 2 | 36 | 0,46 | Oktoberfest |
London | 52 | 32 | 104 | 32 | 86 | 34 | 1,06 | British Bitter |
Edinburgh | 100 | 18 | 160 | 105 | 20 | 45 | 0,43 | Scottish Ale |
Burton | 352 | 24 | 320 | 820 | 44 | 16 | 0,02 | India Pale Ale |
Dublin | 118 | 4 | 319 | 54 | 12 | 19 | 0,35 | Dry Stout |
Eins og sjá má þá er að mörgu að líta þegar hugað er að bætiefnum í vatnið. Það þarf þó ekki að vera flókið með hjálp EZ water og alveg tilvalið að fikra sig áfram með vatnsviðbætur. Tilraunamennskan er eitt af því sem er svo skemmtilegt við þetta hobbý. Maður nær einum hlut góðum og þá rekst maður á bloggpistil á alveg nýjum hlut sem maður veit ekkert um 🙂
Ég hvet alla til að prófa sig áfram með þetta. Vatn hér á Íslandi er venjulega mjög mjúkt og með lítið af steinefnum og er því alveg tilvalið til að leika sér með.