Vatnsviðbætur

Eitt sem ég minnist ekki á í póstinum þar sem ég fjalla um hvað veldur lágri eðlisþyngd er að pH gildið í meskingu spilar þar stóran part.

Í mörgum tilfellum erum við (bruggarar) einfaldlega að meskja óþarflega basískt. Til þess að ensímin sem eru virk í meskingunni hafi það sem best þá viljum við meskja við uþb pH 5.3-5.6.

En hvað er til ráða? Hvernig stjórnum við pH í meskingunni?

Þá kemur EZ Water Calculator til bjargar. EZ er skjal sem hjálpar manni að stilla vatnsviðbætur og pH af til þess að ná þeim prófíl sem maður vill fá í bjórinn og meskinguna.

Það sem maður þarf til að geta notað EZ er lýsing á vatninu sem þú ætlar að nota í bjórinn. Það er í flestum tilfellum frekar einfalt að fá þær upplýsingar frá vatnsveitunni þinni. Hér eru til dæmis upplýsingar um kalt vatn í Hafnarfirði og Kópavogi frá 2013. Það er sennilega alveg óhætt að heimfæra þessar upplýsingar á höfuðborgarsvæðið allt.

Gildin sem við þurfum úr þessu skjali til að nota í EZ eru Calcium 5.05, Magnesium 1.98, Sodium 8.52, Chloride 9.19, Sulfate 2.8 og loks Bicarbonate 22.5. Bicarbonate er  ekki gefið upp í skjalinu en það er hægt að finna út úr því út frá öðrum gildum.

Næst þarf að gefa upp vatnsmagn og skolvatn. Í mínu tilfelli þá nota ég ekkert skolvatn því ég brugga alltaf með BIAB aðferðinni.

Svo stimplar maður inn kornið sem maður ætlar að nota – Því kornið hefur mikil áhrif á pH gildi meskingarinnar. Mikið af ljósu korni og þá er líklegt að maður þurfi að lækka pH gildið á bjórnum, en ef það er mikið af dökku og ristuðu korni þá er líklegt að maður þurfi að hækka pH gildið.

Hér er ég búinn að stimpla inn tvöfalda lögun af Bee Cave:

Svo er það bara spurning um að hræra í magninu af steinefnum og sýru til þess að hitta á pH og vatnsprófíl eins og maður vill hafa hann. Hér er dæmi um vatnsprófíla fyrir hina og þessa bjóra.

Hér er ég búinn að fikta eitthvað í þessu og lenda á prófíl sem mig langar að prófa fyrir bee cave til að ýta undir hoppyness. Það er afar umdeilt hvernig maður á að stilla þetta af og hvaða prófílar henta hvaða bjórum og því er best að prófa sig bara áfram með þetta og finna út úr þessu sjálfur.

Flest af þessum efnum má fá hjá mér í brew.is og um að gera að prófa sig áfram með þetta. Þetta er alls ekki eitthvað sem þarf að pæla í á fyrsta bjór, en það getur verið gaman að skoða vatnsviðbætur til þess að koma bjórnum sínum einu skrefi lengra. Til þess að vera alveg viss á pH breytingum er ráðlegt að vera með pH mæli eða pH strips. Það er eitthvað sem verður vonandi til hjá mér á næstu mánuðum. Þangað til þá á að vera óhætt að fara eftir EZ, gefið að maður sé með réttar (nýlegar) mælingar á vatni frá sinni vatnsveitu.

Þessi pistill klórar rétt aðeins í yfirborðið á þessum pælingum. Ég er sjálfur tiltölulega ný byrjaður að pæla í þessu og hef grunn þekkingu í þessum málum. Það er hægt að kafa mun dýpra í vatnsprófíla og snefilefnapælingar, en ég læt þetta duga í þessum pistli.

Ítarefni

Leave a Reply