Góður lager á stuttum tíma

Það eru margar ástæður fyrir því að sumir vilja forðast það að gera lager. Tvær helstu eru sennilega þær að fólk hefur ekki almennilega aðstöðu til þess að stýra hitastiginu í gerjuninni, og hin er sú að fólk nennir ekki að bíða í margar vikur eftir lagernum og halda gerjunaraðstöðunni upptekinni.

Herra bruggspekingur (Brulosopher) er með prýðis lausn á amk öðru af þessum vandamálum. Mér datt í hug að það væri sniðugt að þýða pistilinn hans lauslega svo við hér á klakanum getum notið. Þetta á við um margar léttar tegundir af lager, t.d. Marzen, Schwarzbier og Þýskan Pils.

 1. Kældu virtinn í pitch hitastig (9-11.5°C), notaðu nóg af geri (reiknivél), stilltu hitastigið á gerjunarkælinum á gerjunarhitastig (10-12,5°C) og gerjaðu bjórinn í 5 daga.
 2. Á 5. deginum ætti bjórinn að hafa gerjast um 50% (attenuation). Taktu hitanemann af gerjunarílátinu og hækkaðu hitann um 2 gráður. Hækkaðu hitann um 2 gráður á 12 tíma fresti þangað til að hann er kominn í 18°C og leyfðu bjórnum svo að hvílast í 2-3 daga við það hitastig.
 3. Eftir 2-3 daga í 18°C lækkaðu hitann um 2,5 gráður á 12 klst fresti þangað til að hitinn er kominn að frostmarki, eða því sem næst (0°C) og láttu standa í 3-4 daga
 4. Fleyttu bjórnum köldum á kút, settu þrýsting á kútinn og leyfðu bjórnum að standa í kæli í um viku áður en þú byrjar að njóta hans.

Ég hef prófað þessa aðferð og hún skilar ótrúlega crisp og fínum lager á uþb 3 vikum.

Kostirnir við þessa aðferð eru margir, en þar vegur tíminn sérstaklega þungt. Þetta virkar best ef maður er með kúta til að fleyta bjórnum í en má sennilega staðfæra á flöskur með eitthvað lengri tíma.

Það sem er mikilvægast við þessa aðferð er að nota nóg af geri, og að stjórna hitanum nákvæmlega. Án nákvæmrar hitastýringar væri ekki mögulegt að gera þetta á svona stuttum tíma.

Uppskrift – Léttur Pilsner

Nú vantar bara uppskriftina. Ef þú ert að gera lager í fyrsta skipti þá er sterkur leikur að byrja á einhverju einföldu. Góður pilsner er venjulega afar einfaldur. Og ágætt að taka það fram að pilsner er ekki áfengislaus bjór heldur er hann nefndur eftir borginni Plzeň í Tékklandi.

Tékkneskur pilsner er venjulega frekar beiskur með lítið body.

Estimated OG: 1,050 SG
Estimated Color: 3,3 SRM
Estimated IBU: 40,5 IBUs

1,50 tsp      Calcium Chloride (Mash 60,0 mins)  
4,25 kg      Premium Pilsner (Weyermann) (2,0 SRM)  93,4 %    
0,30 kg      CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      6,6 %     
21,0 g       Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min     35,3 IBUs   
30,0 g       Saaz [4,00 %] - Boil 10,0 min      5,2 IBUs   
1,00 Items     Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)       
2,0 pkg      Saflager Lager (DCL/Fermentis #W-34/70)

Mesking í 66°C. Gerjunaraðferð sem er lýst hér að ofan. Einnig hægt að nota blautger, til dæmis 2124 Bohemian Pilsner eða 2042 Danish Lager frá Wyeast. Ég á hvort tveggja oft á lager. Ath að það þarf að gera ~2 lítra starter eða nota 2 pakka.

Kalsíum Klóríð er valkvætt, en það er algengt að fikta svolítið í vatninu þegar menn gera pilsner.

Nú hefur þú enga afsökun lengur og getur drifið í að gera lagerinn sem þig hefur alltaf langað að gera 🙂

Leave a Reply