Besti IPA Bandaríkjanna, 2014

Á hverju ári er haldin keppni í Bandaríkjunum á vegum American Homebrewers Association (AHA), sem eru hagsmunasamtök heimabruggara í USA. Keppnin er gríðarstór og til að koma bjór í keppnina þarf hann fyrst að komast í gegnum ítrekaðan niðurskurð áður en bestu bjórarnir eru bornir saman.
Keppt er í öllum flokkum BJCP, sem eru eitthvað yfir 30 flokkar þegar maður telur alla undirflokkana með.

Þetta árið vann maður að nafni Kelsey McNair IPA flokkinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti, því hann hefur unnið oftar en einu sinni, með ansi líkan korngrunn.

Vinnings uppskriftin í hverjum flokki er alltaf gerð aðgengileg eftir keppnina, fyrst í blaði AHA, Zymurgy og svo á netinu.

Kíkjum aðeins á vinnings uppskriftina, sem er fyrir 53 lítra lögn (Ég breytti uppskriftinni ögn skv hráefni sem ég á á lager)

Korn

14,17kg Pale Ale Malt
0,6kg Carapils
0,23kg Caramunich II

Humlar

FWH: 28gr Chinook
60m: 70gr Warrior
30m: 57gr Columbus
10m: 57gr Simcoe
10m: 57gr Amarillo
0m: 57gr Simcoe
0m: 57gr Amarillo
0m: 57gr Citra
0m: 57gr Centennial
0m: 57gr Columbus
HB: 28gr Simcoe
HB: 28gr Amarillo
HB: 28gr Citra

FWH: First wort hop. Sett í um leið og mesking klárast – þeas sett t.d. þegar pokinn er tekinn uppúr.

HB: Hopback – Humlarnir eru settir í græju sem keyrir virtinn í gegnum á meðan virtinn er kældur. Fáir eiga slíkar græjur þannig að það væri hægt að setja þá í whirlpool í staðinn, til dæmis.

Gerjun

WLP001 (Wyeast 1056 eða US05)

Gerjað í 7-10 daga við 19°C
Secondary (þurrhumlun) í 7 daga við 19°C

Þurrhumlun

57gr af hverju: Simcoe, Amarillo, Citra, Centennial, Columbus

Þurrhumlun í secondary – helmingur um leið og fleytt er í secondary, rest þegar 3 dagar eru búnir af secondary.

Annað

3stk Whirfloc, 2stk Servomyces gernæring (eða wyeast gernæring, 2tsk),

OG 1.067

FG 1.011

IBU 120

SRM 5

Meskja við 67°C í 60mín. Mashout í 76°C og halda því í 15mín.

Soðið í 90mín

7 thoughts on “Besti IPA Bandaríkjanna, 2014

      1. Þessi kom ótrúlega vel út þrátt fyrir rokkandi hitastig í gerjuninni.Endaði í 9% , dáldið gruggugur. Mikiil humlalykt og bragð Kem með einn fyrir þig næst þegar við sækjum efni í nýja pöntun Hrafnkell 🙂

Leave a Reply to admin Cancel reply