Algeng spurning: Á ég að nota poka fyrir humlana?

Stutta svarið: Ég nota þá aldrei.

Lengra svarið: Ég nota aldrei poka fyrir humlana, hvorki í suðu né í gerjun þegar ég þurrhumla vegna þess að þá er maður oft að takmarka snertingu humlanna við virtinn og bjórinn. Humlarnir er fljótir að sökkva þegar maður er búinn að slökkva á suðunni og því lítið mál að takmarka magnið af humlum sem fara í gerjunarfötuna. Og þó það færi eitthvað, eða allt í gerjunarfötuna, þá skiptir það engu máli því það sekkur einmitt líka niður þar og festist í gerkökunni.
Þegar maður þurrhumlar með humlakögglum þá eru þeir einnig frekar fljótir að sökkva á botninn í gerjunarfötunni og allir sokknir eftir þessa 5-7 daga sem maður þurrhumlar venjulega.

Eina undantekningin sem ég geri og nota poka fyrir humlana er þegar ég þurrhumla í kút. Annars væri ansi mikið af humlum í glasinu hjá manni.

Bottom line: Algjör óþarfi, en alveg leyfilegt ef maður hugsar til þess að pokinn sem humlarnir fari í sé nógu stór. Ef pokinn er lítill þá fær maður minni beiskju og bragð úr humlunum en maður gerði ráð fyrir og getur sett uppskriftina í ójafnvægi.

Leave a Reply