Pliny the Elder 2.0

Pliny 2.0

Pliny the Elder sem ég bruggaði fyrir um 2 árum er einn af bestu bjórum sem ég hef bruggað, amk í minningunni. Þegar 2013 uppskera af amerískum humlum datt í hús hjá mér þá fannst mér gráupplagt að láta reyna á pliny aftur, í þetta skipti með uppskrift frá bertus brewery.

Fyrir forvitna þá er Pliny the Elder með allra bestu Double/Imperial IPA í heimi, skv bæði ratebeer og beeradvocate. Mig hefur lengi langað til að smakka hann, en það er ekki alveg gengið að því að nálgast flösku af bjórnum, sérstaklega hér á klakanum þannig að klónin verða bara að duga mér þangað til að ég fer í heimsókn til Russian River brugghússins í Kaliforníu sem bruggar Pliny.

Ég notaði gamalt humla extract sem ég átti í staðinn fyrir warrior humlana til þess að minnka humladrulluna aðeins. Hún er alveg næg fyrir því það fer jú slatti af humlum í þennan bjór.

Ég þurrhumlaði í rúma viku í gerjunarfötu, fleytti svo af henni á kút þar sem ég setti seinni þurrhumlunar skammtinn. Ég smakkaði bjórinn flatan eftir tæpa viku í kút og þá var hann næstum alveg flatur og mjög skýjaður vegna humlanna. Hop haze fer svo til baka eftir 1-2 vikur og þá ætti bjórinn að vera orðinn kolsýrður og nokkuð tær. Þrátt fyrir þetta þá er hann frábær í nefi og lofar mjög góðu. Ég get klárlega mælt með þessari uppskrift.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 63,60 l
Post Boil Volume: 53,37 l
Batch Size (fermenter): 45,00 l  
Bottling Volume: 42,20 l
Estimated OG: 1,072 SG
Estimated Color: 7,2 SRM
Estimated IBU: 96,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 80,7 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
12,70 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    89,6 %    
0,51 kg        CaraPils (Weyermann) (2,0 SRM)      Grain     2    3,6 %     
0,28 kg        Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)   Grain     3    2,0 %     
0,68 kg        Corn Sugar (Dextrose) (0,0 SRM)     Sugar     4    4,8 %     
80,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 90,0 min    Hop      5    58,8 IBUs   
20,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 45,0 min    Hop      6    12,6 IBUs   
56,0 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 30,0 min     Hop      7    25,5 IBUs   
2,00 Items      Whirlfloc Tablet (Boil 10,0 mins)    Fining    8    -       
155,9 g        Simcoe [12,90 %] - Boil 0,0 min     Hop      9    0,0 IBUs   
56,0 g        Centennial [10,30 %] - Boil 0,0 min   Hop      10    0,0 IBUs   
70,9 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      11    0,0 IBUs   
42,5 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 13,0 Days Hop      12    0,0 IBUs   
42,5 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 13,0 Days   Hop      13    0,0 IBUs   
28,0 g        Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Dry Hop Hop      14    0,0 IBUs   
28,0 g        Simcoe [12,90 %] - Dry Hop 6,0 Days   Hop      15    0,0 IBUs   
14,0 g        Amarillo Gold [8,50 %] - Dry Hop 6,0 Day Hop      16    0,0 IBUs   
14,0 g        Centennial [10,30 %] - Dry Hop 6,0 Days Hop      17    0,0 IBUs

Bragð

Ég er mjög ánægður með þennan, núna er liðinn rúmur mánuður síðan ég bruggaði hann, humlarnir farnir að jafnast út og bjórinn orðinn tær. Það er hugsanlegt að ég myndi vilja breyta humlunum eitthvað smávegis, t.d. setja eitthvað í kringum 5-10mín. Ég veit ekki hvort hann líkist Pliny því ég hef aldrei smakkað originalinn, en góður er hann allavega. Mjög “drinkable” þrátt fyrir frekar hátt áfengishlutfall, sem maður finnur fyrir eftir eitt stórt glas. Bjórinn er örlítið sætur með miklu humla bragði og lykt augljóslega. Mikill karakter frá Amarillo og Simcoe en það fer eitthvað minna fyrir Columbus og Centennial. Heilt yfir mjög vel heppnaður og ég mun klárlega gera einhverja útgáfu af honum aftur, kannski í haust. Nú er farið að vora (örlítið) og þá fer maður óhjákvæmilega að hugsa til léttari bjóra. Fljótlega mun ég t.d. pósta um Saison sem ég bruggaði nýverið og er að klára gerjun.

Leave a Reply