HoldRIS – Russian Imperial Stout

Það hefur staðið til í svolítinn tíma að brugga Russian Imperial Stout. Ég á dýrindis madgaskar bourbon vanillubaunir sem ég er sannfærður um að geri góða hluti í stout. Ég stökk því til eitt kvöldið og sló nokkrar flugur af brugg bucket listanum í einu höggi:

 • Brugga RIS yfir 1.100
 • Nota vanillubaunirnar fínu
 • Gera lítið batch á hellunum í eldhúsinu

Þetta er semsagt 10 lítra batch sem ég bruggaði í 16 lítra potti á helluborðinu í eldhúsinu. Það hefur staðið til í svolítinn tíma að gera minni lagnir fyrir prufur og bjór sem ég nenni kannski ekki að gera 20+ lítra af. Ég er með spanhellur í eldhúsinu þannig að ég lenti ekki í neinum vandræðum með að ná góðri suðu. Boiloff var töluvert minna en ég er vanur, þannig að ég endaði með mikið meira af virt en upphaflegu plönin voru, en það kom eiginlega ekki að sök því nýtnin var umtalsvert meiri en ég er vanur. Ég fékk 13,3 lítra af 1.096 virti, sem þýðir uþb 88% nýtni. Ég verð þá bara að komast yfir 1.100 í næstu bruggun.

Ferlið

Eins og kom fram þá var þessi lögn gerð í 16 lítra potti. Ég saumaði passlegan poka fyrir pottinn, malaði kornið frekar fínt. Setti kornið í og meskjaði við 66°C í 60mín. Ég einangraði pottinn lauslega með handklæði, hrærði reglulega og var með hellurnar í lægstu stillingu megnið af tímanum. Mashout gerði ég svo með því að setja 1.5 lítra af sjóðandi vatni (fullur hraðsuðuketill) út í pottinn, sem dugði til að koma hitanum eitthvað upp fyrir 70°C. Svo var það bara suða eins og venjulega. Þegar hún var búin setti ég pottinn út á svalir og leyfði virtinum að kólna yfir nótt. Mér þótti það ekkert tiltökumál í þessu tilfelli vegna þess að humlar eru í aukahlutverki í þessum bjór og það angrar mig ekkert þó hann verði eitthvað skýjaður. Maður á ekkert að sjá í gegnum hann hvort sem er.

Eftir kælingu fékk virtinn góðan slurk af súrefni áður en ég bætti gerinu við. Ég gerjaði bjórinn svo við herbergishita með tveimur hylkjum af WLP090 San Diego Super geri frá White Labs. Gerjunarkælirinn var í notkun og stundum nennir maður ekki að flækja hlutina. Eftir 6 daga í gerjun var bjórinn kominn niður í 1.026 og þá fór hann í gerjunarkælinn við 19.5°C. Sýnið sem ég tók á þessum tímapunkti bragðaðist mjög vel og á klárlega ekki eftir að versna með tímanum. Eftir 2 vikur í gerjun flutti ég hann yfir í 10 lítra corny kút og setti vanillubaun með. Þar fær hann að dúsa í einhvern tíma þangað til að ég nenni að setja bjórinn á flöskur.

Niðurstaða

Ég hef venjulega ekki verið mikill talsmaður fyrir svona minni laganir vegna þess að þær eru jafn mikil vinna og stærri laganir. En í einhverjum tilfellum getur þetta verið hentugt, sérstaklega ef maður tekur shortcut hér og þar eins og ég gerði. Þrifin eru líka ögn einfaldari þegar öll áhöld passa í eldhúsvaskinn. Ég á klárlega eftir að gera þetta aftur, en ég hugsa að ég haldi mig við þá svona stóra bjóra og aðrar tilraunir sem mig langar kannski ekki að eiga mikið af.

Uppskrift

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 15,25 l
Post Boil Volume: 12,41 l
Batch Size (fermenter): 10,00 l  
Bottling Volume: 9,17 l
Estimated OG: 1,101 SG
Estimated Color: 33,7 SRM
Estimated IBU: 72,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 83,5 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
3,82 kg        Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    82,1 %    
0,40 kg        Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)      Grain     2    8,6 %     
0,10 kg        Carafa Special I (Weyermann) (320,0 SRM) Grain     3    2,1 %     
0,10 kg        Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain     4    2,1 %     
0,09 kg        Special B Malt (180,0 SRM)        Grain     5    1,9 %     
0,08 kg        Carafa Special III (Weyermann) (470,0 SR Grain     6    1,7 %     
0,07 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     7    1,4 %     
25,0 g        Warrior [15,00 %] - Boil 60,0 min    Hop      8    61,1 IBUs   
9,0 g         Warrior [15,00 %] - Boil 15,0 min    Hop      9    10,9 IBUs

Leave a Reply