Bleyta upp í þurrgeri

Það er algjör snilld að nota þurrger. Bara opna pakkann, hella í virtinn og voila, gerjun byrjar eftir 10-20 klst!

En það er til betri leið. Það borgar sig að bleyta alltaf upp í gerinu í 20-30°C vatni áður en maður setur það í virtinn. Þannig hjálpar maður heilbrigðri gerjun af stað.

Hvers vegna?

Áður en þurrger getur hafist handa við að gerja ljúffenga virtinn sem þú stritaðir við að gera, þá þurfa gerlarnir að taka í sig vatn til að vakna. Í virti er nóg af vatni, en þar er einnig sykur og fleiri efni, t.d. frá humlunum. Þegar gerillinn er að vakna, þá setja slík aukaefni mikið álag á gerilinn, sem gerir það að verkum að einhver hluti af gerlunum drepst eða veikist. Þess vegna er betra að nota hreint vatn til að bleyta upp í gerinu.

Í einum 11.5gr pakka af þurrgeri eru um 180-200 milljarðar ger fruma. Þær týna eitthvað tölunni eftir því sem pakkinn er eldri, eða um 5% á ári ef pakkinn er geymdur í kæli og 10-15% á ári ef hann er geymdur við herbergishita. Því getur það munað töluverðu þegar maður setur gerið í virtinn hvort maður sé að setja 100 milljarða fruma, eða 150 milljarða fruma. Einnig getur heilsa gerilsins verið umtalsvert betri þegar hann hefur verið vakinn í hreinu, volgu vatni eða í “köldum”, sykruðum og humluðum virtinum. Þá getur gerið verið fljótara að hefjast handa.

Það eru margir sem hafa aldrei bleytt upp í gerinu og aldrei fundið neinn mun á, ég þar með talinn. En það skaðar aldrei að vera góður við gerilinn, því það er jú hann sem gerir bjórinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt í sterkari bjóra sem gerið á erfiðara með. Hraustur gerill gerir góðan bjór.

Hvernig?

Þetta er ofur einfalt, og hægt að gera í örfáum skrefum og bætir afar lítilli vinnu við bruggdaginn.

Það sem þú þarft er sótthreinsuð sultukrukka með loki, volgt vatn og gerið. Ég sótthreinsa krukkuna og lokið alltaf í joðblöndu og nota svo upphitað kalt vatn. Vatnið þarf að vera 20-30°C, uþb 100-150ml. Vatnið er sett í krukkuna, gerið sett í og svo er þetta látið vera í 15mín. Eftir þessar 15mín er má hrista upp í og hella svo í kældan virtinn. Það er mikilvægt að hitastigið í virtinum og gerinu sé svipað til að sjokkera ekki gerið.

Bleytum upp í þurrgeri, myndasería

Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.
Það sem þú þarft. Vatn, sótthreinsuð krukka og gerpakki.
Ger í krukku
Ger í krukku
Ger í krukkuna
Ger í krukkuna
Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið
Ger rétt eftir að því var bætt í vatnið
Gerið eftir 15mín í krukkunni
Gerið eftir 15mín í krukkunni
Búið að hrista
Búið að hrista
Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því
Gerið eftir að það er búið að hrista upp í því
Gerið sett í virtinn
Gerið sett í virtinn

One thought on “Bleyta upp í þurrgeri

Leave a Reply