Ordinary Bitter

Ég hef ekki verið mikið fyrir bittera hingað til. Maður er einhvernvegin alltaf að elltast við meira bragð af bjórnum, meira action, meira áfengi, meira boddy o.s.frv. En þegar maður er búinn að gera marga áfengisríka bjóra í röð þá fer maður að huga að því að það væri nú ágætt að eiga einn aðeins léttari líka.

Þar kemur bitterinn inn. Bitter er enskur ölstíll, eldgamall og mjög algengur í Bretlandi. Þó stíllinn sé kallaður bitter þá eru bjórarnir venjulega mun mildari í beiskju en amerísku ljósölin sem margir bruggarar eru vanir. Bitter er venjulega með töluverðan karakter frá gerinu og því mikilvægt að nota rétt ger. Þetta eru venjulega frekar áfengislitlir bjórar, alveg undir 3%, í tilfelli ordinary bitter en upp að 6.2%. Það eru þrír bitter stílar til, allir líkir að mörgu leyti en þó með sinn brag.

Bitter er oftast frekar lítið kolsýrður, sem hefur sinn tilgang því áfengislitlir bjórar sem eru mikið kolsýrðir eiga það til að vera svolítið vatnskenndir. Einnig er mikilvægt að njóta bitter frekar í volgari kantinum en margir eru vanir, segjum við til dæmis 10°C.

Bitter stílarnir eru eftirfarandi. Ordinary bitter er áfengisminnstur og ljósastir, og svo verða þeir ögn sterkari og dekkri. Það má lesa meira um stílana hjá BJCP.

Ordinary Bitter

Premium/Best/Special Bitter

Extra Special Bitter (ESB)

Uppskrift

Þá komum við að uppskriftinni. Þessi þróaðist aðeins út frá boat bitternum sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum og kom svona líka þrusu vel út. Ég var líka með uppskrift úr brewing classic styles til hliðsjónar og gerði eitthvað samkurl sem mér fannst geta passað saman. Þessi bjór ætti að verða um 4,1%, appelsínugulur og þægilegur.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,044 SG
Estimated Color: 12,3 SRM
Estimated IBU: 35,5 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 81,1 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name             Type  #  %/IBU     
7,00 kg  Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain  1  87,0 %    
0,35 kg  Oats, Flaked (1,0 SRM)          Grain  2  4,3 %     
0,30 kg  Carared (Weyermann) (24,0 SRM)      Grain  3  3,7 %     
0,25 kg  Caraaroma (Weyermann) (178,0 SRM)    Grain  4  3,1 %     
0,15 kg  Roasted Barley (300,0 SRM)        Grain  5  1,9 %     
85,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 60,0 Hop   6  30,2 IBUs   
30,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 15,0 Hop   7  5,3 IBUs   
30,0 g   Goldings, East Kent [5,80 %] - Boil 0,0 Hop   8  0,0 IBUs   
1,0 pkg  English Ale (White Labs #WLP002) [35,49 Yeast  9  -       
1,0 pkg  London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124, Yeast  10 -

Leave a Reply