Blichmann pöntun

BoilerMaker Family

Blichmann gera einhverjar flottustu græjur sem heimabruggarar eiga kost á. Ég er búinn að tryggja mér umboðið fyrir þessum glæsilegu vörum, en til þess að það gangi upp þá þarf ég að taka inn mjög stóra fyrstu pöntun.

Þar kemur þú inn. Með því að panta fyrirfram hjá mér, þá get ég boðið þér mikinn sparnað á Blichmann vörum. Verðin eru amk 30% lægri en þau sem ég verð með þegar ég er kominn með Blichmann vörur á lager.

Hvað er hægt að fá hjá Blichmann?

Þar er helst að nefna Boilermaker pottana, sem eru til í öllum stærðum frá 28 lítrum upp í 208 lítra. Pottarnir koma standard með hæðargleri, til að sjá vatnsmagn í pottinum og krana. Einnig er hægt að fá aukahluti eins og falska botna, hitaelement, humlasíur og fleira. Þetta eru allra flottustu bruggpottar sem þú finnur og á mjög góðu verði, sérstaklega ef þú tekur inn í að með pottunum er hitamælir, krani og hæðarglas.

Boilermaker 7.5 gal c		301,5		49.894
Boilermaker 10 gal c		329,99		56.407
Boilermaker 15 gal c		394,99		66.569
Boilermaker 20 gal c		429,99		74.966
Boilermaker 30 gal c		544,99		97.492
Boilermaker 55 gal c		669,99		137.803
Boilermaker 55 gal 2bbl ext	455		111.380

Einnig eru blichmann með ryðfría kóníska gerjunartanka frá 26 lítrum upp í 300 lítra. Tankarnir eru með sampling arm, til að taka sýni af bjórnum án þess að opna tankinn, og einnig er loki neðst á tönkunum til þess að fleyta gerinu undan bjórnum án þess að hræra í neinu. Þetta eru glæsilegar græjur, með glæsilegan verðmiða 🙂

Fermenator F3-7 (7 gal)				599,99		100.093
Fermenator F3-14  (14.5 gal)			639,99		107.547
Fermenator F3-27  (27 gal)			849		147.951
Fermenator F3-42 extension			509,99		83.087
Fermenator F3-42  (42 gal complete unit)	1299,99		222.754

Svo er það beergun, sem er græja til að fylla á flöskur af kútum án oxideringar og annarra vandræða sem menn lenda gjarnan í. Það er mjög þægilegt að nota byssuna t.d. þegar maður þarf að losa kút fyrir aðra lögun eða þegar maður vill setja á flöskur og sleppa við allt botnfall. Beergun með fylgihlutapakkanum kostar 15.000kr í forpöntun.

Þeir bjóða upp á fleiri vörur, sem má sjá á heimasíðunni þeirra.

Birt verð eru mjög líkleg, en birt með fyrirvara um ófyrirséð vörugjöld eða tolla. Verð miðast við að vara sé fyrirframgreidd að fullu. Fyrra verðið er verð í dollurum út úr búð í USA, seinna verðið er í krónum, með virðisaukaskatti. Ég hvet menn til að bera þetta við verð í USA, bæta við virðisaukaskatti og sjá hvort þetta séu ekki bara nokkuð samkeppnishæf verð 🙂

Ef þú hefur áhuga á einhverjum öðrum Blichmann vörum sendu mér þá póst á brew@brew.is og ég get gefið þér verðhugmynd á því. Einnig tek ég við pöntunum og spurningum í sama netfangi. Seinasti séns til að panta Blichmann græjur er 5. mars. Þá væru græjurnar að detta inn á gólf til mín einhvertíman í lok Apríl.

Ef stendur til að taka mikið af græjum frá Blichmann þá er möguleiki að bjóða upp á einhvern örlítinn afslátt umfram þessi verð.