Vivien Leigh – IPA

Loksins að brugga fyrir sjálfan mig, ekki veislu vina og vandamanna. Ég er búinn að vera spenntur fyrir galaxy síðan ég fékk þá fyrst í hendurnar fyrir nokkrum vikum, þannig að ég ákvað að gera single hop galaxy IPA. Bjórinn, eins og allir IPA sem ég geri fékk nafn á frægum einstaklingi með tengsl við Indland.Hér er uppskriftin.

Recipe: Vivien Leigh
Brewer: Hrafnkell
Style: American IPA
TYPE: All Grain

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 54,99 l
Post Boil Volume: 48,17 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l  
Bottling Volume: 37,20 l
Estimated OG: 1,069 SG
Estimated Color: 7,7 SRM
Estimated IBU: 69,6 IBUs
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt          Name                   Type     #    %/IBU     
10,00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)     Grain     1    84,4 %    
0,70 kg        Vienna Malt (Weyermann) (3,0 SRM)    Grain     2    5,9 %     
0,35 kg        Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM)  Grain     3    3,0 %     
60,0 g        Galaxy [14,00 %] - First Wort 60,0 min  Hop      4    47,0 IBUs   
0,80 kg        Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)     Sugar     5    6,8 %     
60,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 10,0 min     Hop      6    15,5 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 5,0 min     Hop      7    7,1 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Boil 0,0 min     Hop      8    0,0 IBUs   
50,0 g        Galaxy [14,00 %] - Dry Hop 0,0 Days   Hop      9    0,0 IBUs   

Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 11,85 kg

Notes:
------
Bruggað 7 jan 2014. Virtur lofar mjög góðu, tær og bragðgóður. Prófa galaxy humal í fyrsta skipti.

Bruggað með Óla og Ingó.

Bleytti upp í geri, OG 1067-ish, súrefni í ~30sek, gerjað við 17.5°C. Virtur var uþb 18°C þegar ger fór í.

Venjulega nota ég pale, munich og crystal í IPA, en ákvað að prófa Vienna í staðinn í þetta skiptið. Hvort það hafi teljanleg áhrif kemur í ljós seinna.

Ég ætlaði að nota Wyeast 1056 – American Ale, en gleymdi að taka pokana úr kælinum þannig að ég notaði bara us05 sem ég bleytti upp í áður en ég setti það í virtinn.

Eins og kemur fram í beersmith paste-inu hérna fyrir ofan þá lofar þessi mjög góðu. Mælisýnið bragðaðist vel, var tært og frekar ljós IPA. Ég geri ráð fyrir að þurrhumla eftir um viku, og hugsanlega keg-humla líka. Það er fátt betra en að eiga góðan IPA á krana.

4 thoughts on “Vivien Leigh – IPA

  1. Í einfeldni minni deildi ég með 2, þar sem ég er með helmingi minni uppskrift, en eftir að hafa sett uppskriftina inn í Brewsmith (eftirá), þá sé ég að IBU gildin eru alltof há og töluvert frá þeim gildum sem þú náðir fram í þinni uppskrift, sérstaklega hvað varðar First worth hop. Á ég að treysta deilingunni eða Brewsmith framvegis?

   1. Þurrhumla í svona 5-7 daga. Fínt að gefa honum ca 2 vikur í gerjun samtals. Það á að vera í lagi að deila, ég man ekki hvort ég hafi verið með réttar AA% þegar ég setti uppskriftina í beersmith þannig að það getur munað einhverju þar.

 1. Eftir á að hyggja:

  Ég lagaði helmingi minni uppskrift, deildi allt með 2 og útkoman var nokkuð góð, en aðeins beiskari en ég átti von á, enda var IBU stuðullinn í 95%:
  Ég er síðan þá búinn að stilla þessu upp í BrewSmith og sé hvað betur má fara.

Leave a Reply