Kútapöntun 2014

2013-07-30 11.22.54 (Small)Nú stendur til að panta kúta frá AEB kegs, rétt eins og í fyrra.

Verðið á 5 gallona (~20 lítra) kút er 17.000kr og greiðist fyrirfram á bankareikning brew.is:
0372-13-112408
kt 580906-0600

Greiðslustaðfesting óskast úr netbanka á brew@brew.is.

Tímalína:
28. Janúar: Kútapöntun byrjar
18. Febrúar: Kútapöntun lokar og allir kútar verða að vera greiddir.
4-11. Mars: Kútar koma af framleiðslulínu AEB
1-14. Apríl: Kútar komnir til Íslands og afhentir

Athugið að þessar tímasetningar geta breyst eitthvað, en stefnan er að kútarnir komi til landsins í Apríl.

Einnig stendur til að panta alla aukahluti fyrir kúta, en það verður ekki gert fyrr en í mars. Nánari upplýsingar á blogginu þegar nær dregur.

Ég mun taka einhverja kúta aukalega umfram forpantanir. Þeir verða seldir á hærra verði en í forpöntuninni.

Algengar spurningar

1. Hvað vil ég marga kúta?
Það er venjulega þægilegt að vera með <fjöldi krana> + einn kút. t.d. ef maður ætlar að vera með 2 krana á/í ísskápnum að eiga 3 kúta.
Þá getur maður verið með 2 krana í gangi, og einn lausan kút til að fylla á eftir gerjun og leyfa bjórnum að þroskast áður en maður tengir hann við krana.

2. Hvað kostar heildar pakkinn, með öllum græjum?
Ef við gerum ráð fyrir 2 kútum, 2 krönum og öllum fylgihlutum þá getur dæmið litið ca svona út:

34.000kr 2x Corny kútar
22.000kr CO2 kútur
12.000kr CO2 þrýstijafnari
5.000kr 2x Sett hraðtengi (disconnects)
1.000kr Slöngur og hosuklemmur
1.000kr plastkranar eða 5-15.000kr fyrir krana á ísskáp

3. Þarf ég ísskáp fyrir kúta?
Það er hægt að komast af án ísskáps en það er drep leiðinlegt. Ég mæli sterklega með að finna gamlan ísskáp t.d. á bland.is. Ef þú hefur ekki pláss fyrir ísskáp þá er hæpið að þú hafir pláss fyrir kúta.

4. Hvernig virkar þetta kútadót?
Á næstu dögum og vikum mun ég skrifa nokkra pistla um hvernig maður kemur kútum í gagnið, hvernig viðhaldið er á þeim o.s.frv. Það er ekkert mál að setja bjór á kúta og getur verið töluverður vinnusparnaður í þrifum og viðhaldi borið saman við flöskur.