Gerpöntun – Febrúar 2014

White-Labs-Yeast

Nú stendur til að endurtaka blautgerspöntun. En til þess að hræra aðeins upp í hlutunum þá er stefnan sett á að panta ger frá White Labs í staðinn fyrir Wyeast í þetta skiptið.

Verð per vial er 1500kr, eða 7500kr fyrir 6stk (6 á verði 5)

Fyrirkomulagið verður eins og venjulega:
1. Þú pantar ger með því að senda mér póst á brew@brew.is með hvaða strain þú vilt.
2. Þú borgar fyrir gerið með millifærslu á 0372-13-112408, kt 580906-0600 og sendir greiðslukvittun á brew@brew.is úr netbankanum
3. Þú sækir gerið þegar það kemur, sennilega 13 febrúar.

Seinasti séns til að senda inn pöntun er 3. febrúar! (rétt eftir útborgun)

Hér má sjá hvaða ger White Labs bjóða upp á:
http://www.whitelabs.com/beer/homebrew/listings

Smáa letrið: Það þarf ákveðinn fjölda af pökkum til að sendingin gangi upp. Ef hann næst ekki þá verður hætt við pöntunina og endurgreitt eða henni frestað um nokkra daga.

Hér er svo hægt að sjá samanburð á geri milli Wyeast og White Labs.

Ef einhverjum vantar hugmyndir, þá er hérna það sem ég er að hugsa um að panta fyrir sjálfan mig, og hvað ég ætla að brugga með gerinu:

WLP001 California Ale. Frábært alhliða ger, gerjar frekar “clean” og hentar í marga bjórstíla.

WLP007 Dry English Ale. Margir vilja meina að þetta sé enn betra en Wyeast útgáfan. Mörg brugghús nota þetta í  IPA, ég hugsa að ég prófi það.

WLP029 German Kölsch – Ég er búinn að vera að lesa um þetta gera í IPA, einhverjir sem sverja að það sé frábært og kjósi það fram yfir 001. Mjög clean og hleypir humlum og malti vel fram. Ég ætla að láta reyna á það, gerja við 16°C.

WLP002 English Ale. Ég gerði bitter í september sem er sennilega fyrsti bjórinn sem ég geri sem konan mín er hrifin af. Ég stefni á að gera eitthvað í svipaða átt með þessu geri.

WLP099 Super High Gravity Ale. Mig hefur lengi langað að gera asnalega sterkan bjór, 15% eða jafnvel meira. Ef ég læt verða af því þá nota ég sennilega WLP001 til að starta bjórnum, en WLP099 eða WLP090 til að klára gerjunina.

WLP300 Hefeweizen Ale. Nú fer sumarið að “nálgast” og þá langar manni kannski í einhvern hveitibjór. Þá er þetta ger málið, sambærilega WY3068, Weihestephaner strainið. Hugsanlega skipti ég um skoðun og nota frekar WLP630 og geri Berliner Weisse.

WLP644 / WLP650 Brettanomyces. Nú er sennilega öllum ljóst að ég er óður í allskonar IPA. Þá er ekki úr vegi að henda í svosem einn Brett gerjaðan IPA. Eða hvað? Læt sennilega reyna á WLP644 í þessa tilraun.

WLP655 Belgian Sour Mix I. Aldrei að vita nema maður hendi í eitthvað súrt öl. Það er búið að vera lengi á todo listanum og það stóð alltaf ti lað gera það amk einu sinni á ári. Það plan hefur ekki gengið eftir, 2 ár síðan ég gerði eitthvað funky/súrt síðast.

WLP670 American Farmhouse Blend. Þessi kemur líka sterklega til greina í einhverja tilraunastarfsemi.

WLP720 Sweet Mead/Wine. Mjöðurinn sem ég bruggaði fyrir nokkrum mánuðum er að koma mjög vel út. Kannski ætti ég að henda í aðra lögn af honum?

WLP775 English Cider. Eplavínið sem ég gerði úr safanum sem fæst í Kosti er líka að koma vel úr gerjun. Kannski endurtaka það líka?

Svo er auðvitað hellingur af öðru spennandi í boði, t.d. viskí strain, allskonar lagerger, vínger og fleira.

Svo mikið sem manni langar að brugga, svo lítill tími.